2.11.2006 | 10:31
Vöxtur og uppgangur í þessari nýju tækni
Gaman hefur verið að fylgjast með þróuninni síðustu árin á internetinu. Ég man vel eftir því þegar ég og vinur minn kynntumst internetinu fyrst. Þá voru heimasíður ekki jafn vandaðar og mátti sjá litilar hreyfimyndir víðast hvar. Þetta þykir léleg vefsíðugerð í dag en á þeim tíma var þetta bylting.
Maður átti erfitt með að átta sig á því hvernig þetta virkaði alltsaman og hvað þá frekar að átta sig á því að maður ferðaðist um heiminn á einhverjum sekúntum. Þá voru tengingarnar hægar en vefsíðurnar voru ekki með mikið gagnamagn og það að hala niður efni af vefnum var fjarri lagi.
Við vinirnir lékum okkur á irkinu sem var aðal trendið á þeim tíma. Þú varst ekki maður með mönnum nema að þú chattaðir á irkinu undir vel völdu dulnefni. Ég átti það til að spreyta mig á ensku kunnáttunni með því að spjalla við fólk víðsvegar úr heiminum. Í dag er þetta blogg ef svo má segja.
Allt í einu bættust við MP3 lög á netið, flóknari heimasíður, skólavefkerfi og ég veit ekki hvað og hvað. Áður en menn vissu var hópur fólks farinn að versla á netinu.
Þetta er framtíðin. Þetta er samtenging heimsins. Ég hlakka til að fylgjast betur með !
Vefsetrin á netinu orðin 100 milljón talsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.