Ja hérna !!! Ég á stóra skúffu segir Sturla !!!

Ég var staddur niðri í bæ í dag og tók þátt í þessum mótmælaaðgerðum en ég verð því miður að vera sammála konunni frá 4x4 um að þetta muni engann árangur bera. Þetta eru ástæðurnar og rökin.

1. Þegar Sturlu var afhent dekkið var honum tjáð að dekkið væri nógu stórt til að því yrði ekki stungið ofaní skúffu. Ég veit ekki hvort Sturla hafi verið að vanvirða mótmælin eða að hann sé hreinlega svona rosalega heimskur að hann sagðist eiga stóra skúffu. Er þetta einbeittur vilji til að hunsa mótmælin? A.m.k er ég farin að skilja af hverju honum var sópað undir teppið innan sjálfstæðisflokksins og settur í hlutverk forseta alþingis.

2. Á leið minni heim hlustaði ég á útvarpsfrétt frá borgarráðsfundi í ráðhúsinu. Þar truflaðist ræðumaður við flaut í bílum, flissaði lítillega og sagðist varla heyra í sjálfum sér hugsa. Annar fundarmaður sagði þá hátt og snjalt í bakgrunni "Þú ert ekki að missa af neinu". Eru s.s. mótmæli borgarbúa og landsmanna bara djókur? Já því stjórnmálamenn vita að þeir komast upp með að gera ekki neitt í þessu!

3. Mótmælin voru skipulögð í samráði við lögreglu og fóru friðsamlega fram. Hvenær í fjandanum hafa friðsamleg mótmæli sem eru ekki róttæk skilað árangri á Íslandi. Þetta verður ekkert annað en uppfyllingarfréttaefni þangað til Angelina Jolie verður ólétt eða að Justin Timberlake kemur út úr skápnum. Önnur áhrif hefur þetta ekki.

4. Bílar keyrðu á annari akreininni á Sæbrautinni alla leið niður í bæ þar sem okkur var synjað um að keyra framhjá Alþingishúsinu til að mótmæla. Af hverju í fjandanum máttum við ekki fara framhjá Alþingishúsinu? Var til of mikils mælst að stjórnmálamenn þyrftu að hlusta á flautið í bílunum því ekki mega þeir missa af kvöldmatnum og þeir munu hunsa þetta hvort sem er.

Þetta er rugl og vitleysa og ég hvet alla til að taka til hendinni og taka þátt í öllum þeim mótmælaaðgerðum sem verða kynntar á næstu dögum. Ég vona innilega að trukkabílstjórarnir haldi áfram. Mér fannst það frábært að haldið hefði verið áfram eftir Austurvallar bullið.

En mótmælin á Austurvelli voru skrautleg. Á leið minni frá bílastæðinu Lækjargötu varð ég vitni að tveimur handtökum frá óeinkennisklæddum lögreglumönnum. Mér þótti nú ansi harkalega tekið á þeim handteknu en þeir voru sparkandi frá sér þannig að þeir geta sjálfum sér um kennt. Á Austurvelli hafði svo einhver kastað eggi í alþingishúsið og rannsóknarlögreglan sjálf var mætt á svæðið að taka myndir. Í öllum þessum mótmælum var einu eggi kastað og RLR þurfti að taka myndir af því. Kostulegt þetta litla sker okkar.

Rónaslagsmál voru tíð á Austurvellinum enda partý hjá rónunum. Allir komnir saman í miðbæinn og hiti í mönnum. Rónarnir gengu manna á milli og spjölluðu, jafnvel um mótmælin miklu á Austurvelli, og vínandinn elti þá um götur og torg.

Þetta var fyndinn dagur og það er örugglega stjórnmálamönnum sem finnst hann fyndnastur á meðan þeir sitja í koníaksstofunni og sötra Camusinn sinn á meðan trukkabílstjórarnir flauta og eyða bensíni í mótmælin því þetta er jú einu sinni gróði fyrir þá. 


mbl.is Mótmælt við Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna María Þorgeirsdóttir

Ég er svo hjartanlega sammála þér með allt sem þu skrifar hér. En já það eru víst þvílíkar sektir og allur pakkinn fyrir a grýta alþingishúsið, þess vegna fangelsi sko. Þvílíkt bull.

Jóna María Þorgeirsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Magnús Bergsson

Öld sprengihreyfla og púströra er liðin. Þetta eru fáránleg mótmæli. Ég þarf líklega að minna bílafólkið á að matur er mikilvægari en Benzin.

Magnús Bergsson, 2.4.2008 kl. 01:44

3 Smámynd: Árni Þór Eiríksson

En Magnús, öldd sprengihreyfla og púströra er ekki liðin, ein ástæða fyrir því, eini rafmagnsbíllin sem er orðinn boðlegur er til almenns aksturs mun vera Tesla Roadster, hann er tveggja sæta, hann kostar meira en elskulegir aalþingismenn okkar eru með í árslaun sem þýðir að venjulegur maður getur ekki keypt helv. bílinn. ÖLD SPRENGIHREYFILSINS GETUR EKKI VERIÐ LIÐIN ÞAR SEM AÐ EKKI ER KOMINN RAUNHÆFUR VALKOSTUR FYRIR VENJULEGT FÓLK

Árni Þór Eiríksson, 3.4.2008 kl. 10:39

4 Smámynd: Árni Þór Eiríksson

Afsakið smá klikk í verði...bíllinn kostar "ekki nema" 108.000 $ sem eru núna 8.096.760 krónur...plús innflutningur og tollar...og það þarf að kaupa straumbreyti með honum...samt tussuflottur bíll

Árni Þór Eiríksson, 3.4.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband