Er staddur á Eskifirði !!!

Sæl öll.

Örlögin eru furðuleg og þau taka mann á furðulega staði. Ég er búinn að vera duglegur í gríninu uppá síðkastið og var t.a.m. með uppistand fyrir Blindrafélagið og Menntaskólann í Kópavogi.

Núna eru örlögin búin að draga mig austur á land og ég er akkúrat núna í bæ sem heitir Eskifjörður. Hann er hægra megin á kortinu fyrir þá sem vita ekki hvað ég er að tala um. Hérna eru nokkur hús, veitingastaður og bensínstöð svo eitthvað sé nefnt. Ég verð bara hérna þangað til á hádegi á morgun svo það er réttsvo nógur tími til að læra nöfnin á helming bæjarbúa. Ég er á gistiheimili sem lýtur út fyrir að vera bóndabær og það er svosem fínt nema að þetta er lengst úti í rassgati í myrkrinu og ég er alveg viss um að kvöldið verður spennandi (þ.e.a.s. hvernig maður ratar heim ef kvöldið er fjörugt).

Kvöldið lofar góðu og ég gef ferðasögur á morgun.

Ps. djöfull dansaði flugvélin í lendingunni... mætti halda að flugmaðurinn væri tvistari !!!

iceland

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband