17.9.2006 | 02:44
Kominn aftur í nám...
Það hlaut að koma að því að maður settist aftur á skólabekk. Í morgun byrjaði ég í námi í NTV að læra MCSA netstjórnun. Þetta er nám sem á tvímælalaust eftir að efla mig í nýja starfinu og ég var heldur betur til í tuskið að takast á við það. Ég mætti í morgun jákvæður og metnaðarfullur og það fyrsta sem blasir við mér er kennslubókin. Hversu stór getur ein kennslubók verið ? Síðan segir kennarinn að það séu tvær slíkar á leiðinni í viðbót og þetta er ekki nema 12 vikna nám. Nú er bara að leggjast við lesturinn. Þegar ég hef lokið við þetta nám verð ég útskrifaður MCP-XP (Microsoft Certified Proffesional XP windows management) og einnig MCSA (Microsoft Certified System Administrator). Ég hlakka mikið til þessarar áskorunar sem þetta verður.
Það gengur vel í nýju stöðunni. Ég er ennþá að koma mér fyrir en hjólin eru heldurbetur farin að snúast og nóg af verkefnum að leysa. Ég held baráttunni áfram og bið vel að heilsa fram að næsta pistli.
Helgi
Athugasemdir
Hæ, hæ, gaman að heyra í þér aftur, það var alveg kominn tími til. Gott að heyra að það gengur vel hjá ykkur.
Vonandi hittumst við sem fyrst.
Gangi ykkur allt í haginn og bestu kveðjur úr Grindavík
Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.