Þetta er alveg rosalegt...

Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að bjór inniheldur kvenhormón og
er því hættulegur fyrir karlmenn. Karlmenn sem drekka bjór taka upp

hegðunarmynstur kvenna og ef drykkjunni er haldið áfram geta þeir

átt á hættu að breytast í konur.


100 karlmenn voru látnir drekka bjór og eftir aðeins sex bjóra voru

áhrifin orðin sýnileg á öllum mönnunum (100%).


Þeir:

þyngdust, fóru að blaðra tóma vitleysu, gerðust alltof

tilfinninganæmir, gátu ekki keyrt, gátu ekki hugsað rökrétt, rifust

útaf engu og neituðu að biðjast afsökunar þótt þeir hefðu rangt fyrir

sér.


Að teknu tilliti til ofangreindra þátta er sterklega varað við
bjórdrykkju meðal karlmanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband