Mánudagur til mæðu !!!

Mánudagur til mæðu sagði eitt sinn gáfaður maður. En af hverju til mæðu? Núna sit ég á skrifstofunni minni reitandi á mér hárið þar til skallablettur myndast af því að einn mikilvægur netþjónn bilaði í vinnunni. Þar fyrir utan er ég með dúndrandi hausverk og á leiðinni í vinnuna missteig ég mig. Ég gæti núna bölsóttast út í ólukku dagsins og kennt þessum ágætis mánudegi um. En af hverju? Það eina sem mánudagur hefur nokkurntíman gert mér er að láta sjá sig einu sinni í viku. Af hverju að lifa í biturð af þeirri einu ástæðu að Mánudagur hefur verið dagurinn sem endar allar mínar helgar frá því að ég fæddist? Ekki nenni ég að búa til nýjan dag! Gleðidagur þar sem allir draumar rætast... Ímyndið ykkur kostnaðinn við markaðssetninguna og kynningarstarfsemina til að breyta því. Stofnaðir yrðu stjórnarflokkar sem berðust fyrir réttindi mánudagsins. Mótmælagöngur þar sem skiltin segja mánudagar eru okkar dagar og fær sonur minn aldrei mánudagsmæðuna? Nei ég ætla ekki að breyta heiminum bara til að fullnægja þörf minni til að bæta skapið einu sinni í viku. Ég kýs að horfa frekar á þetta þannig að svona slæmur dagur einu sinni í viku skapar 6 daga sem geta ekki verið verri og þessvegna er meirihlutinn af vikunni orðinn frábær þegar mánudagurinn þjónar hlutverki viðmiðs. Það er alltaf jákvæðara sjónarmið heldur en það neikvæða.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nice attitude girlfriend!

Kannski þú haldir ammælið þitt á mánudegi? Hmm.. Þá yrði nú gaman haha!

Og hvernig er það, átti ekkert að draga mig/okkur á kaffihús og skvetta soldið úr slúðurbrunnum huga þíns?

Jæja litli hözzzzler, vertu nú í bandi við frændfólk þitt.. 

Kv. Lára litla frænku múffa. 

Lára frænka ;) (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband