Slökun í hæsta gæðaflokki

Við áttum ansi áhugavert kvöld í gærkvöldi. Ég eins og alla síðustu daga mátti ekki drekka og reykja og þar af leiðandi varð ég eins og sýningargripur eða eitthvað þessháttar fyrirbæri í augum Íslendinganna á Jokers sem er skemmtistaður fullur af Íslendingum.

Við strákarnir sátum spakir eins og venjulega og tókum þátt í góðum og skemmtilegum samræðum. Reyndar rákum við okkur á þá leiðinlegu staðreynd að við vorum aldursforsetar við borðið þar sem allir aðrir voru bara 16-20 ára. En hvað með það, alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Við ákváðum að breyta til og fórum á strandstaði og áttum þar mjög djúpar samræður um atvinnumöguleika, nám, vellíðan í starfi, markmið í lífinu, áætlanir, tilfinningar, vináttu og margt annað stórhættulegt fyrir fulla menn að tala um. Ég minni lesendur á að ég var bláedrú og skemmti mér konunglega yfir því að fylgjast með vinum mínum í þessum djúpu samræðum á svona tímapunkti. Nei í alvöru talað að þá er vináttan sem var í upphafi bara ennþá sterkari ef eitthvað er og þetta er búið að vera FRÁBÆR HÓPUR. Við erum nú þegar farnir að ræða næsta sumar.

Venjulegt fólk fór á strandstaðina til að dansa frá sér allt vit og við sátum úti í horni og ræddum spekingslega saman. Að því loknu skelltum við okkur aftur uppá Jokers að heilsa uppá litlu Íslendingana. Þá vildi það þannig til að hver einasta íslenska stelpa hafði yfirgefið svæðið. Það skipti okkur svosem litlu máli en afleiðingarnar var gaman að sjá. Allir íslensku strákarnir sem ekki nældu í stelpu þetta kvöldið höfðu breyst í "sanna blindfulla æsta Íslendinga". Einhver patti ætlaði að vaða í Henning og hann greyið vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið. Hélt að gæinn væri að grínast. Þá komu tveir litlir tittir að segja okkur hvernig þetta "væri allt í lagi" og "hvað gæinn væri bara með minnimáttarkend" og "Þetta er í alvörunni snilldargaur". Svo stóð einhver annar strákur uppá borði og braut það, þriðji strákurinn stóð á stól og braut hann, Íslendingur og Breti slógust, Óli siðaði einn átján ára til með ræðu um hvernig á að hegða sér á djamminu, Henning hló að vitleysunni og vissi ekki hvað hann átti að gera, æsti strákurinn smellti borði í löppina á mér, baðst afsökunar, fór næstum því að gráta og bauðst til að borga mér 20 evrur.

Ég er alveg farinn að sjá það að sjarmur næturlífsins á Benidorm er mældur í prósentum og seldur í flöskum. Kanski að ég standi eitthvað sterkari að vígi í kvöld ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá ekki bara tíminn til að losa við þæennan ljóta ávana að reykja !!!

hehe 

Petra rós (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 20:50

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni!!!

Sif (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 09:08

3 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Það er heldur betur á dagskránni. Var helvíti hress þegar ég þurfti að hætta þessum fjanda útaf spítaladvölinni. Spurning um að hætta þessu alveg í eitt skipti fyrir öll !!!

Helgi Þór Guðmundsson, 2.8.2007 kl. 13:55

4 identicon

Mikið er ég sammála þessum tveimur, ég hélt að þú værir hættur núna og þá meina ég HÆTTUR!!!!!!

Vertu ekkert með einhverja vorkunnsemi við sjálfan þig, taktu bara ákvörðun og stattu við hana.

En hverning er það, á ekkert að fara að blogga, eða ertu alveg búinn á því???

Kveðja úr Grindavík.  

Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband