25.7.2007 | 18:08
Myndirnar loksins komnar inn !
Jæja vinir og vandamenn. Þá eru loksins komnar inn myndir. Þið getið skoðað þær með því að velja myndaalbúm efst í vinstri dálki á síðunni eða með því að smella HÉRNA
Nýjustu fréttirnar eru ekki miklar. Við erum búnir að slaka á á ströndinni og rölta um. Reyndar í gær að þá skrapp ég upp í verslunarmiðstöð og keypti mér föt. Hvítar buxur, rauð/hvít rósótt skyrta og bolur. Tískugenið var ekki alveg nógu öflugt í mér svo ég blikkað tvær íslenskar stelpur sem ég hitti til að hjálpa mér við fatakaupin. Allur pakkinn bara 30 evrur. Gott að hitta á útsölu í HM rowells.
Í gær vorum við ansi hressir og elduðum okkur hakk og spaghetti. Gott að fá heimilismat aftur. Í hamaganginum við eldavélina tókst mér að skvetta fullt af sósu yfir nýju hvítu buxurnar mínar. Eins og taugaveiklaður apaköttur stökk ég inn á klósett, vippaði mér úr buxunum og notaði allskonar húsráð við að ná blettunum úr. Ég meira að segja handþvoði buxurnar. Viti menn MÉR TÓKST AÐ NÁ ÖLLUM BLETTUM ÚR !!! Hvort sem það er árangur eða ekki fyrir 23 ára gamlann karlmann að þá er ég samt stoltur af mér. Þannig að nú get ég gengið um í hvítu buxunum mínum, rósóttu skyrtunni minni með sólgleraugun og úrið eins og hver annar eðalpervert hér á ströndinni.
Hafið það gott þarna heima og við sendum okkar bestu kveðjur til allra.
PS. Rakst á þessa áhugaverðu grein í Ítölsku blaði í dag... Ákvað að skanna hana inn !
Spurning hvort maður þurfi að hringja og láta vita af sér ???
Athugasemdir
Ok, er ég bara svona mikil ljóska að falla fyrir þessu... Helgi er þetta eitthvað djók hjá þér? Þú bara orðinn flóttamaður ;)
En alla vega skemmtið ykkur vel á Bene, væri ég til í að vera þar (er samt að reyna að plana ferð þangað í september :p)!
Kv. Sif
Sif (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 10:06
Jess þetta er bara frábært hjá ykkur , láta drauminn rætast sem allir tala um , en fæstir gera. Myndirnar góðar , ótrúlegt hvað þið hafið verið duglegir að taka myndir ,,sem,sagt góðir knús, knúskveðja Arna
ps. bíddu hvar funduð þið Andra ?
Arna Jóna (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 11:07
Hae hae.
Sif:
Tad verdur abyggilega fjor i september en aldrei jafn gaman eins og tegar vid erum hérna. Ps. ég er ekki ordinn flóttamadur. Tetta er bara smá grín sem vinur minn sendi mér og ég vard ad láta tad fara lengra :)
Arna:
Takk fyrir gódar kvedjur eins og alltaf. Vid fundum Andra í London. Hann býr í Skotlandi og hitti okkur í London.
Nenni ekki ad tolvunordast meira. Er farinn á strondina ad fá lit. Aetla ad koma vel tanadur heim !!!
Helgi Þór Guðmundsson, 26.7.2007 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.