Síðasta flakkið búið... Komnir á Benidorm !!!

Góðan daginn góðir hálsar. Við félagarnir erum nú staddir á Benidorm og eyddum fyrstu nóttinni okkar hér í nótt.

Við sigldum með ferju frá Civitavecchia (nágreni Róm) til Barcelona. Ferjan var vel búin veitingastöðum, sundlaug, börum, casino og kvikmyndasal. Hinsvegar var nógu fámennt á skipinu að nánast öll afþreying var lokuð. Við kynntumst um borð systkynapari frá Brasilíu. Þau eru á svipuðum aldri og við og við enduðum með að kenna hvort öðru spil. Þau kenndu okkur spil sem heitir Truco og við kenndum þeim nokkrar gerðir af Póker.

Þegar siglingunni lauk hoppuðum við í land í Barcelona og eltum Brasilísku vini okkar yfir á Hostel í miðbænum ásamt einhverri Bandarískri stelpu sem skaut allt í einu upp kollinum hjá okkur. Við fengum ekki inni á hostelinu en fundum annað sem var skítsæmilegt og við gistum þar. Ég er náttúrulega kominn á væna lyfjagjöf eftir spítalavistina og einhverra hluta vegna reis ég upp eins og hani næsta morgun. Sturta, tiltekt, pakka í tösku og tilbúinn í daginn. Strákarnir orðnir vel þreyttir og ekki búnir með tveggja daga slökun á Ítölskum spítala voru hundfúlir þegar ég reif þá upp úr draumalandinu. Við fengum okkur að borða og Henning greyið var kominn með svo mikla hálsbólgu að hann gat ekkert borðað nema súpu og brauð. Við skoðuðum Sagrada Famiglia kirkjuna og enduðum með að gefast upp á þeim tímapunkti.

Þegar við komum á lestarstöðina í gær í Barcelona var gífurlega mikil leit í töskum hjá fólki og mikið stress í gangi. Við eiginlega bara gáfumst upp á þessu lestarbulli öllusaman og fengum okkur bílaleigubíl eins og við höfðum pælt í áður. Prúttaragenið poppaði upp og ég gekk á milli bílaleiga til að ná niður verðum. Samt endaði þetta með að verða allt of dýrt. Og í gærdag lögðum við af stað í 550 km langa leið til Benidorm. Með aðeins einni vitlausri beygju sem ég reyndi mikið að fría mig ábyrgð frá (var samt mér að kenna) komumst við á áfangastað um tuttugu mínútur í tíu og ekki seinna að vænna þar sem stórmarkaðurinn með matvörurnar lokaði tíu.

Þegar við loksins komumst í íbúðina var byrjað að slaka á. Opnaðir voru bjórar og góð stund byrjaði. Hinsvegar var alveg ljóst að skv. læknisráði má ég ekki drekka áfengi, reykja sígarettur, fara úr miklum hita í mikinn kulda, úr miklum kulda í mikinn hita og svo framvegis. Það liggur við að ég megi ekki horfa á sætar stelpur þar sem það gæti valdið stressi og keyrt mig um koll. Það er þessi blessaða tognun á milli rifbeina eftir hóstaköstin sem er að drepa mig. En ég verð hress á næstu dögum og til í slaginn.

Bestu kveðjur frá okkur öllum og ég þarf að fara að standa við loforðið um myndirnar. Lofa þeim eigi síðar en 29.júlí 2008 !!! ;)

Bless bless
Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll  og blessaður Helgi minn.  Gleður mig að þú sért á batavegi, og ert greinilega að njóta lífsins, laus úr amstri höfuðborgarinnar og öðru.  Les alltaf bloggið þitt/ ferða-sjúkra-ævintýraferðina.  Vildi bara óska þér góðs gengis, skemmtu þér ógeðslega vel, en hafðu samt skynsemina í fyrirrúmi.............. ach scheisse, skemmtu þér, skemmtu þér svo aðeins meira, skemmtu þér svo mikið betur, og umfram allt skemmtu þér svo mikið betur heldur en ég sagði þér að skemmta þér betur hérna á undan............... já, eða eitthvað,( nú halda örugglega einhverjir að ég sé á lyfjum, sjitt)  Jæja en allavegana, skemmtu þér hrikalega, ofboðslega, meiriháttar, ýkt, sjúklega, geggjaðslega, klikkaðslega, mergjaðslega, ofsalega vel.  Og njóttu vel, því góðar minningar eru ógleymanlegar.  Öfunda þig líka meira að segja þónokkuð.  Bið að heilsa, hér er bæ ðe vei ógeðslega gott veður núna, bara svona til að þér líði betur.  

P.S.  Ég held ég hafi gleymt að nefna eitt við þig.  Mundu að skemmta þér!!!  Kveðja frá eyjunni fögru.

Ágústa í sveitasælunni á Norðurhjara (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 21:22

2 identicon

You lazy bastards, you have to drink more beer and look at girls

Arnold (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 12:24

3 identicon

gaman að sjá að þú skemmtir þér ......passaðu þig bara á að drekka ekki of mikið  kv stefanía

Stefanía Björg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 14:29

4 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Takk fyrir commentin... Það verður tekið á því um leið og lyfjakúrinn er búinn... Hinsvegar verður ekki tekið harkalega á því en strákarnir sjá um þetta. Ég fæ það hlutverk að vera sá passasami.

Kanski maður leigi bílaleigubíl og verði designated driver á spáni :)

Kv. Helgi

Helgi Þór Guðmundsson, 25.7.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband