21.7.2007 | 12:41
Viva Italia !!!
Jæja vinir og vandamenn. Nú hef ég sögu að segja og það er ekki bara spítalasaga heldur raunarsagan mín frá Ítalíu árið 2007.
Þann 17. júlí s.l. vorum við félagarnir staddir í Feneyjum. Við vorum í Campingsvæði með hjólhýsi og höfðum það notalegt. Við kynntumst skemmtilegu fólki þar kvöldið áður og höfðum aðeins fengið okkur í glas með þeim. Bæði af þeim orsökum og löngu og ströngu ferðalagi að þá sváfu strákarnir vært frameftir degi. Á sama tíma sat ég í sólbaði hinn kátasti og tvær skvísur frá Noregi settust hjá mér og fóru að spjalla við mig. Dagurinn þróaðist þannig að strákarnir sváfu og sváfu og vildu engan vegin koma og hitta þessar skemmtilegu stelpur þannig að ég sat einn um kvennafansinn og kunni sko ekki illa við það. Þegar leið að kvöldmatartíma kviknaði Casanova fílíngurinn í mér og ég sagðist mun frekar vilja eyða kvöldinu þannig að þær borðuðu með okkur heldur en bara við strákarnir. Ég stakk uppá kózý kvöldverð í Feneyjum við Canalinn. Þær voru ekki lengi að segja já við því og þutu heim í kot í sturtu. Eftir að hafa gelað hárið og sturtað kroppinn fór ég að sækja þær en þær voru ekki alveg tilbúnar. Sögðust hitta okkur í rútunni kl. 20.00. Til að gera langa sögu stutta að þá settumst við strákarnir og fengum okkur bjór og ég gleymdi að klukkan var orðin 20.00 og við misstum af rútunni. Fórum s.s. einir að borða þetta kvöld og ég ekkert lítið óhress með óheppnina. Reyndar hittum við þær seinna um kvöldið og þær komu út með okkur í nokkra drykki. Gaman að hitta fólk frá Scandinaviu svona langt að heiman :)
Þetta var fyrsta óheppnin !
Þegar við lögðum af stað til rómar að þá vorum við í einhverja 5 klukkutíma á leiðinni í lest. Við lögðum sætin niður og fengum okkur blund á leiðinni. Þegar lestin kom á áfangastað að þá ætlaði ég að reisa sætið mitt við en tók of fast á því og BRAUT ÞAÐ skrúfur þeyttust í allar áttir og ég panikaði á meðan strákarnir misstu sig úr hlátri. Ég rauk út úr lestinni og beint inn á steikhús til að fela mig. Þeir skemmtu sér konunglega yfir óttanum í mér en ég ætlaði ekki fyrir mitt litla líf að borga fyrir þetta sæti. Eftir að hafa pantað okkur mat á steikhúsinu sagði Óli "Helgi það er vörður að leita að þér" og hjartað mitt sló aftur sem áður. Kvikyndið náði mér alveg í það skiptið.
Þetta var önnur óheppnin !
Venjulega er ekki snyrtilegt að segja klósettsögur en ég ætla að láta eina flakka. S.s. á steikhúsinu var ég orðinn ansi veikur og þurfti að fara á klósettið. Mér til mikillar furðu var þar ENGIN KLÓSETTSETA og nú voru góð ráð dýr. Ég rifjaði upp gömlu skátarullurnar en mundi ekki eftir að hafa verið kennt þetta. Svo ég tók á honum stóra mínum og kláraði iðjuna standandi. 100% hittni samt og það var nú furða en þetta var ógeðsleg upplifun. Þetta er samt ekki ástæðan fyrir að ég ákvað að segja þessa sögu heldur er það hvað gerðist næst. Þegar ég skakklappaðist út með sárt ennið eftir að hafa klárað þetta standandi kemur á móti mér kona sem beið eftir að klóstið losnaði og hún var í búning sem var merktur CLEANING TEAM og heldur betur sem lyktin tók á móti henni. Ég var niðurlægður eins og ég veit ekki hvað. Strákarnir hlóu mikið en ekki hlóu þeir þegar þeir þurftu sjálfir að klára náttúruna og þá hló sá best sem síðast hló.
Þetta var þriðja óheppnin !
Í Róm tók Fanney vinkona á móti okkur og við fengum okkur kokteila. Svaka stemmning nema að hóstinn minn var orðinn ansi skæður. Ég var kominn með brjóstsviða og búinn að vera þannig síðan í Feneyjum. Hugsaði hvort ég ætti að fara á spítala en ákvað að bíða. Þegar við sofnuðum að þá fann ég hvernig sviðinn jókst og jókst. Þetta endaði næsta morgun með því að ég hóstaði blóði og þá var mér ekki sama. Ég gat lítið sem ekkert andað og reyndi að halda mér rólegum. Ég fór í receiption sem brunuðu mér í taxa og beint uppá spítala. Þar var tekið á móti mér og Fanney kom til að hjálpa til með þýðingar. Til að byrja með var ég spurður spurninga, svo var ég settur í Xray, alltaf jókst verkurinn, svo var tekin blóðprufa, svo var tekið hjartalínurit og mér stóð ekki á sama. Ég lá á bekknum og það voru allskonar prufur og ég var orðinn orkulaus og gat varla andað og þá labbar inn PRESTUR. Hann spyr mig Swedis or Finnish ??? ég væli lágt Ielandic !!! Hann bað fyrir mér bæn og hélt áfram að labba. Ég hélt að presturinn kæmi bara þegar þú værir að deyja en ekki í Ítalíu, þar fær hann sér labbitúr um spítalann. Legan á spítalanum var skítsæmileg fyrir utan að enginn talaði ensku og þá hvorki læknar né hjúkkur. Einn af læknunum var gullfalleg kona og hjúkkurnar voru það flestar líka. Ég fékk smá 15 mínútna frægð þarna þar sem fólkið á spítölunum sér sjaldan skandinavískann víking. Þeim fannst furðulegt að þrátt fyrir mikil veikindi hafði ég alltaf matarlyst fyrir panini eða eitthvað slíkt. Í morgun voru þeir farnir að kalla mig Coca Cola boy af því það var það kaldasta sem ég fann á spítalanum og ég kláraði nokkrar. Þetta var án efa alþjóðlegasta spítalalega sem ég mun nokkurntíma eiga þar sem ég talaði við starfsfólkið á spítalanum á þeirri litlu ítölsku sem ég kann, fólkið úr sendiráðinu á ensku, vini og kunningja á íslensku og norsku stelpurnar voru í sms sambandi við mig á norsku/dönsku. Svo þetta var ágætt þegar allt kom til alls.
En ég er frískur og nú er það bara að halda áfram förinni. Bóka ferð til Spánar núna. Strákarnir eru hressir og biðja að heilsa heim.
Sjáumst :-) :-) :-)
Athugasemdir
Hæ Víkingur.
Gott að þú ert orðin heill heilsu farðu vel með þig,
gaman að lesa bloggið þitt, mikil ævintýraferð!
Kveðja Lovísa.
Lovísa Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 13:42
Æ hvað það var gott að sjá að bloggarinn var kominn á skrið , við fylgjumst spennt með ferðasögunni , hvað með myndir ? Henning lofaði að taka nokkrar af þér á spítalanum góða góða ferð. kveðja að heiman Arna og Denni
Arna og Denni (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 02:21
Sæll Helgi, gott að heyra að þér er batnað.
Þetta verður bara skemmtileg minning þegar frá líður.
Bestu kveðjur og gangi ykkur allt í haginn.
Kveðja úr sólinni í Grindavík.
Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.