Rúmliggjandi á Ítalíu

Helgi Þór er loksins farinn að slaka á í ferðinni og ákvað að leggjast inn á spítala í Róm, ekki bara til hvíldar heldur líka til lækningar.  Hann fékk slæmt bronkítis en er í meðhöndlun vegna þess.  Hann lofar góður bata þar sem matarlystin hefur ekki kllikkað og ekki kvartar hann undan ítölsku hjúkkunum :)  Fanney hefur verið honum til hjálpar og Fredrika úr sendiráðinu, þær eru alveg yndislegar, frábærar og allur pakkinn.  Bestu kveðjur til allra heima.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helgi minn láttu þér batna fljótt , strákar gangi ykkur allt í haginn , kveðja að heiman

Arna (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 23:38

2 identicon

Tja, ljótt er að heyra, eða stóð þetta kannski til, til að kanna heilbrigðiskerfið á Ítalíu?

En án gamans, láttu þér batna og góða ferð í framhaldinu.

Kveðja úr Grindavík, Stefanía Björg E.

Stefanía Björg Einarsdótttir (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 07:05

3 identicon

Þetta er bara kroppinn á þér að mótmæla svona skemmtileg ferð. ;o) Taktu allt í takti og þú veður kominn aftur út á sólarströnd með strákunum áður en þú veist af...

Rigning og kalt veður hérna heima svo þú ert betri staddur á Ítalíu umkringdur af góðum konum og aðstoð í hlýjunni.

Veni, vidi, vici... Bið að heils Julíus Caesar.

Þín ferðasjúka frænka,

Tammý

Tamara Lísa (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 22:46

4 identicon

Elsku Helgi Þór minn,

Það á ekki að þér að ganga, en spítalar eru stundum nauðsynlegir sérstklega þegar bronkítis sýnir sig, og þú hrystir þetta allt af þer þegar meðulin eru farin að virka. Og svo nýtur þú ferðainnar eins og ekkert hafi ískorist og aldrei betur en þá.

Hugsaðu björtu hlðina, allavega sólbrennur þú ekki á meðan þú ert á spítalanum. Ég hakka til að fá þig aftur á klakann. Skilaðu kveðju til strákanna.

Elska þig mikið,

Amma

Amma (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 23:07

5 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Hæ öll og takk fyrir hlýju kveðjurnar. Kallinn er kominn á fætur og hjúkrunarliðið alveg ótrúlega hissa yfir að ég hefði ekki verið verri eftir svo slæma sýkingu. Sögðu að ég væri sterkur víkingur hehe... Sjá nýja færslu fyrir fyndna spítalasögu.

Helgi Þór Guðmundsson, 21.7.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband