Erum staddir í Prag !!!

Við erum í þessari líka miklu sælu í Prag. Komum á lestarstöðina í gær og okkur var hætt að standa á sama. Erfitt að fá aðstoð, lestarstöðin hálf shabby og við rötuðum ekki neitt (þurftum leiðbeiningu frá tveimur aðilum til að rata út úr stöðinni). En í þokkabót fengum við varla taxa fyrr en seint og um síðarmeir. Taxinn keyrði endalaust lengi að okkur fannst en stoppaði svo hjá hótelinu okkar sem er ekkert smáræði. 4* hótel sem heitir Duo og er þvílíkur klassi. Fórum í gær og fengum okkur að borða á Restaurantinum þegar við komum um miðnætti og fengum okkur súpu með aðalrétt. Strákarnir átu pastarétti en ég var grand á því og fékk mér grillaðan lax með grænmeti og kartöflugratín. Maturinn fyrir okkur alla með drykkjum var í kringum 2.000 kr. Svaka ódýrt. Núna erum við á leið að skoða okkur um og erum að spá í að enda kvöldið í keilu hérna í hótelinu. Það er keilusalur, sundlaug, nudd, veitingastaðir, verslanir og allur andsk*** hérna.

Við verðum hérna í 2 nætur. Það er fínt til að hvíla sig eftir lestarferðirnar. Við vorum í 6 tíma í lest á leiðinni hingað frá München í gær og það tók á. Samt skemmtilegasta lestarferðin. Við kynntumst fullt af öðru fólki sem er í Interrail og núna er þetta farið að minna á partý interrail ferðirnar sem maður hefur séð í bíómyndunum og heyrt af í goðsögnunum. Mesta furðu vakti að þetta er mest allt bandaríkjamenn sem eru að ferðast EUrail sem er hliðstæða interrail.

Fleiri fréttir síðar.

Kv. Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband