11.7.2007 | 11:54
Erum staddir í París !!! Villtumst aðeins í gær !
Jæja núna er ruglið byrjað. Við ákváðum að reyna að spara nokkrar evrur í gær og tókum lest til Brussel í staðin fyrir að bruna beint til París fyrir 15 evrur á mann. Enduðum í einhverju rugli þar sem við komumst ekki þaðan og enduðum með að gista á fínasta hóteli fyrir 70 evrur allir saman. Ódýrara en Hostel. Erum núna nýkomnir til Parísar frá Brussel og erum vægast sagt í vitleysunni. Við virðumst ekki geta fengið lest héðan svo við verðum að byrja á að bóka okkur lest áður en við getum farið að skoða. Dagskráin er Eiffel turnin og Louvre safnið. Fyrst og fremst er samt að fá sér að éta 1-2 baguette. Óheppnin er svo heldur betur að plaga okkur þar sem ég er orðinn alveg rótkvefaður. Ég er að spá í því hvort ég eigi að gera eins og gömlu karlarnir og fá mér snýtiklút en það væri alveg toppurinn.
Fleiri fréttir síðar.
Kv. Helgi
Athugasemdir
þessi ferðalög verða bara ennþá skemmtilegri þegar vandamálin þarf að leysa.
Skemmtu þér vel í ferðinni....og vonandi kemur þú heill heim ;)
Petra Rós (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 14:26
Ekkert vonandi Petra. Eg kem heill heim eins og alltaf. Bid ad heilsa i Grindavikina.
Helgi Þór Guðmundsson, 12.7.2007 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.