Svitalykt á makaleitarmarkaðnum !!!

Ég átti fjörugt Laugardagskvöld núna um helgina. Stefnan var tekin á 101 Reykjavík eftir fjörugt grillpartý hjá Robba vini mínum. Limmósína skutlaði okkur niðureftir og það var einstaklega skemmtileg tilbreyting að lifa eins og kóngur að því leyti. Tilhlökkunin var mikil þegar ég kom í bæinn en þegar ég gekk inná fyrsta skemmtistaðinn tók á móti mér eitthvað annað en ég bjóst við....

BRJÁLÆÐISLEG SVITAFÝLA FRÁ HELVÍTI !!!   Þá þótti mér sígarettulyktin betri !!!

Ég hef heyrt að konur séu æstar við það eitt að finna karlmannlega svitalykt. Það er kanski ástæðan fyrir því að kvenmarkaðurinn iðaði meira og hraðar heldur en maurabú með fersku fæði. Maður sá þær alveg bandvitlausar fallandi fyrir hverjum og einum karlmanni óháð aldri, menntun og fyrri störfum. Karlmenn fóru útfyrir skemmtistaðina og hlupu spretthlaup til að magna upp svitafýluna í keppninni um lyktnæmu kvenskepnurnar.

ÞÁ GERÐIST ÞAÐ !!!    Sígarettulyktin laðaði mig útfyrir !!!

Ég færði mig nær þessum yndæla keim blönduðum af Winston og Salem með einstaka Capri til að fylla uppí. Reykingarfólkið... Ég hafði fundið það. Úti á litlum palli hýrðust skeppnurnar úthúðaðar úr íslensku samfélagi og troðið á bak við þar sem enginn sá það iðka þessa skítugu íþrótt með olnbogabeygjum og sogæfingum. Þarna spjölluðu saman ólíkar gerðir af fólki og það mynduðust eðlilegar samræður þar sem engin svitafýla keyrði upp mannlegar þarfir og skynjanir.

ÞÁ SÁ ÉG ÞAÐ !!!   Svitaveggurinn hafði umlukið hvern skemmtistaðinn á fætur öðrum !!!

Ég gekk inn fullur af hræðslu og ótta og fann hvernig heitt og rakt loftið umlukti skyrtuna mína og læddist um líkamann minn. Svitinn perlaði á enninu mínu en ég er handviss um að þetta var ekki minn sviti heldur smit borinn frá öllum hinum svitasmituðu skeppnunum á kjötmarkaðinum. Augun börðumst um í tóftum fólks á staðnum og makaleitin náði hámarki. Ég varð hræddur og ég flúði.

Í ótta mínum áttaði ég mig á grátbroslegri staðreynd og tók meðvitaða ákvörðun um að standa úti allt kvöldið reykjandi næst þegar ég fer í bæinn svo að ég lykti vel þegar ég kem heim. En til öryggis tek ég með mér pollagalla og stígvél ef ég skyldi skella mér í svitapollinn og stíga léttan dans !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband