Say goodbye to the world you used to live in !!!

Ég sat rólegur með báðar hendur á stýri, fætur á pedölum og hugann reikandi á meðan ég ók mína leið í gatnaflækju Reykjavíkurborgar. Á meðan hélt geislaspilarinn mér félagskap og nýji tónlistarmaðurinn Mika var á fóninum. Allt í einu heyrast orðin "Say goodbye to the world you used to live in". Þetta var eins og talað til mín og ég átti erfitt með mig í sætinu. Mig langaði til að spyrja hann svo margra spurninga en því miður hafa geisladiskar haft þann háttinn á að svara ekki forvitnilegum spurningum mínum þegar þær kvikna.

Þannig er mál með vexti að lífið mitt breyttist töluvert fyrir skömmu síðan. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að taka þessum breytingum og vinna úr þeim. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að horfa á þessar breytingar. Ég hafði tekið sumum pörtum lífs míns sem sjálfsögðum hlut og reiknað með því að þannig yrði til eilífðar í mínu lífi en nú er allt í einu allt orðið breytt. Hvernig sættir maður sig við stórtækar breytingar sem hafa áhrif á flesta þætti lífsins ? Hvernig gerir maður þær auðveldar ?

Say goodbye to the world you used to live in !!!

Án breytinga væru tölvur ekki til ! Án breytinga byggjum við ennþá í torfkofum og kveiktum eld með steinum. Án breytinga væri allt eins alltaf !

Þetta er bara spurning um að kveðja hugarfar og lífsstíl því lífið er síbreytilegt og lífið er ég !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Helgi minn...oft er erfitt að vinna úr svona breytingum akkúrat á meðan allte r að breytast .......en oft þurfa að koma breytingar til að maður fari í rétta átt til hins betra. Því miður stundum en oft veitir það bara á enn betra.

Vonandi áttu eftir að finna þína leið til að takast á við þessar breytingar þér í hag ....og gangi þér bara allt í haginn ;) Ég veit þú átt eftir að brillera í því sem þú ert að gera. 

Petra Rós (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 10:35

2 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Hæ Petra og takk fyrir falleg orð... Breytingar eru oftast af hinu góða og ég tek á mínum málum fullur jákvæðni. Allir aðilar orðnir sáttir við sitt og allt virðist stefna í góða framtíð.

Í byrjun júlí förum ég og mínir bestu vinir í Evróputúr með interrail og stoppum í öllum stærstu borgunum ásamt því að dvelja á Spáni í 6 daga að sóla okkur.

Sjáumst :)

Helgi Þór Guðmundsson, 11.6.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband