31.5.2007 | 14:09
Að vera bloggari !
Síðan bloggið byrjaði hefur fólk allt í einu óeðlilega mikið að segja og tjáningarþörfin virðist keyra öllu um koll. Það er náttúrulega fullkomlega eðlilegt þegar Jónína Ben, Björn Ingi, Ellý Ármanns, Ég og aðrir merkilegir pennar skrifum okkar hugsanir á blað búið til úr Kílóbætum og Megabætum en þegar menn babbla um akkúrat ekki neitt að þá er óþarfa vitleysa í gangi.
T.d. akkúrat núna ert þú að lesa þetta þras í mér og hvað segir það um þig. Þú hefur ekkert betra að gera, situr ábyggilega í vinnunni og lætur þér leiðast í stað þess að skila þínum verkefnum og borar í nefið af því þú ert ennþá að bíða eftir þeim stóra !
Meira að segja þegar ég spái í því að þá ert þú ábyggilega bara sorry manneskja sem finnst smekkbuxur flottar og heldur að tíkó komi aftur í tísku á næsta ári. Þú ferð ábyggilega í ísbíltúr á sunnudögum og endar með að kaupa þér BigMac.
Þú ert ábyggilega týpan sem grætur yfir sápuóperum, lest Dagblaðið á klósettinu, talar í síman á meðan þú eldar og spilar kapal í tölvunni.
Þú átt ábyggilega bara þrjá vini í öllum heiminum og þú hefur aldrei séð þá en þeir eru öflugir í msn, þú ert að öllum líkindum með prófíl á einkamál.is og þú mannst ábyggilega ekki hvenær þú lentir síðast á séns en það var um síðustu eða þarsíðustu aldamót.
Þú hefur ábyggilega ekki rassgat að gera !!!!
Og ég er með lausn fyrir þig......
Byrjaðu að blogga !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.