HELGAferð

Farið var í ferðalag.
ferðin yfir heiði
Beggja vegna við laugardag
var legið í Álfaskeiði 

Góð voru nokkur gleðitár
gaumur á okkar valdi
Ekki laust við legusár
að liggja svona í tjaldi 

Í sæluvímu sungum lag
seint á fyrsta kveldi
Skálað fram á sunnudag
sveitt hjá varðareldi 

Kjet var eldað og étið allt
eðalmatur og æti
Og aftur þegar þótti kalt
það ennþá vakti kæti 

Pakkað í bíla og haldið heim
tjöldin niður rifin
Ég átti góða stund með þeim
en nú eru eftir þrifin

Helgi Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ frændi :)
Takk fyrir kveðjuna á blogginu, við þurfum endilega að fara að hittast! Kannski áður en ég verð pabbi eftir ca þrjár vikur! :þ
Kveðja Sveinbjörn frændi, Lára og bumbubúinn.

Lára og Sveinbjörn (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband