30.6.2006 | 11:43
Veðrið á Íslandi er ekki í mínu liði !
Það er alveg ótrúlegt hvað þetta blessaða Íslenska veður getur strítt mér mikið. Nú er mál með vexti að ég og Stefanía ætlum að skella okkur í útilegu um helgina með gamla vinahópnum mínum. Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að fara svona ferð ódýrt. Við erum búin að leggja niður sparnaðaráætlun og förum tvö saman alla helgina fyrir bara 10.000 kr. og það er ekki slæmt.
Ferðinni verður heitið í Þjórsárdalinn þar sem við tjöldum. Ferðalangar að þessu sinni erum við skötuhjúin ásamt Kela, Óla, Stefaníu Eir & Ingó, Maríu, Önnu Siggu, Fjólu og einni í viðbót sem ég man ekki alveg hvað heitir (biðst afsökunar á því). Ég græjaði toppafslátt af kjöti og pulsum handa fólkinu og meðlætið verður keypt í dag sem þýðir að veislan á eftir að verða yndisleg.
Eins og þeir sem þekkja mig vita að þá verða veiðistengurnar að sjálfsögðu með í för. Hver veit nema við strákarnir laumum okkur í Fellsendavatnið norðan af Hrauneyjum á laugardeginum. Við bíðum bara eftir því að stelpurnar detti í kjaftastund því þá taka þær ekkert eftir því að við týnumst í 4-5 tíma. Ef vel veiðist verður grillaður silungur í forrétt og þeir sem hafna því missa af miklu.
Það verður mikið stuð á okkur en ég efast um að ættingjar og vinir þurfi að lesa um okkur í morgunblaðinu um helgina. En verkefnisskiptingin er góð. Stefanía Björg hefur mestar áhyggjur af því að gleyma að pakka einhverju, Stefanía Eir hefur mestar áhyggjur að versla ekki allt inn. Ingó hefur mestar áhyggjur af því hvernig raðast í bílana og María hefur mestar áhyggjur af því hver vilji hafa sig með í bíl. Ég hef mestar áhyggjur af því að kæla kjötið nóg fyrir ferðina en Óli og Keli hafa mestar áhyggjur af því að kæla bjórinn nóg. Restin af stelpunum hefur áhyggjur af því að það verði ekki nóg af einhleypum strákum á svæðinu ;)
Farið vel með ykkur um helgina og þið fáið nýjustu fréttir og slúður eftir helgina þegar búið verður að ritskoða. Hver veit nema maður skelli inn mynd eða tveimur ;)
Kv. Helgi
Athugasemdir
Ég bíð eftir fréttum frá helginni.
Vonandi hefur verið gaman hjá ykkur.
Við vorum nú ekki langt frá um helgina, eða í Fljótshlíðinni.
Kveðjur úr Grindavíkinni,
tengda.........
Stefanía Björg einarsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2006 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.