23.6.2006 | 14:56
Eins manns dauði er annars brauð !
Ef þetta eru í raun sannleikskorn væri ég ánægður að fá að vita af hverju allur heimurinn er ekki búinn að fá að éta !
Ég man ennþá eftir því þegar ég var nógu ungur til að hafa engann áhuga á sjónvarpsefni sem ekki innihélt skrautlegar teiknimyndafígúrur. Fréttir voru leiðinlegt sjónvarpsefni sem pabbi og mamma horfðu á og trufluðu alvarlega minn tíma til að glápa á imbakassann. Í dag er ég fréttafíkill. Ég horfi á sjónvarpsfréttir, les dagblöðin og kíki reglulega á þessa fyrirmyndar fréttavefi sem okkur eru í boði á netinu. En af hverju les ég ekki um neitt annað en stríð og volæði í heiminum. Ég er ekki að segja að fréttamenn eigi að takmarka upplýsingaflæðið af stríðshrjáðum svæðum heldur velti ég fyrir mér af hverju öll þessi illska fyrirfinnst í heiminum.
Hver er ástæðan fyrir þessu öllu. Er þetta misskilningur á milli menningarheima eða þrjóska við að viðurkenna hætti annara. Er þetta kanski öfund og græðgi sem stjórnar mönnum. Ég man ennþá eftir gullnum kornum sem mér voru kennd í grunnskóla af fleiri en einum kennara, ekki treysta öllu sem fjölmiðlar segja. Íslenskir fjölmiðlar sækja sínar fréttir af erlendum vefjum og þá nánast eingöngu úr fjölmiðlum vesturveldanna s.s. Evrópu og Ameríku. Þetta er menning sem við samsvörum okkur með og erum sammála. Er eitthvað annað sjónarmið sem við erum að missa af ? Getum við skilið það sjónarmið ?
Ég ætla ekki að setja mig á háan stall og segjast skilja allt sem gerist í þessum blessaða heimi. Ég legg mitt traust í þá stjórnmálamenn sem ég kýs og ég vonast til að ég geti treyst erlendum stjórnvöldum jafn vel. Ég er mjög þakklátur fyrir það að búa á landi þar sem hnífsstungur og innbrot eru með alvarlegari málum sem koma uppá og eru meira að segja fréttnæmt efni.
Af og til heyri ég háværar raddir sem kalla á heimsfrið. Það mun aldrei ríkja heimsfriður í hinum mennska heimi. Ég skal glaður éta þessi orð ofan í mig ef einhvertíman annað kemur í ljós. En ég er þeirrar trúar að þetta séum bara við. Mannfólkið er svo hverfullt. Við erum mismunandi eins og við erum mörg og mannlegt eðli endurspeglast í því slæma jafnt sem því góða. Öfund og græðgi eru hluti af okkar háttum og menningarheimum. Það eina sem ég bið um er að illskan nái ekki það sterkri rótfestu að hún taki yfir og gjöreyði okkur öllum. Kv.Helgi Þór
Ég man ennþá eftir því þegar ég var nógu ungur til að hafa engann áhuga á sjónvarpsefni sem ekki innihélt skrautlegar teiknimyndafígúrur. Fréttir voru leiðinlegt sjónvarpsefni sem pabbi og mamma horfðu á og trufluðu alvarlega minn tíma til að glápa á imbakassann. Í dag er ég fréttafíkill. Ég horfi á sjónvarpsfréttir, les dagblöðin og kíki reglulega á þessa fyrirmyndar fréttavefi sem okkur eru í boði á netinu. En af hverju les ég ekki um neitt annað en stríð og volæði í heiminum. Ég er ekki að segja að fréttamenn eigi að takmarka upplýsingaflæðið af stríðshrjáðum svæðum heldur velti ég fyrir mér af hverju öll þessi illska fyrirfinnst í heiminum.
Hver er ástæðan fyrir þessu öllu. Er þetta misskilningur á milli menningarheima eða þrjóska við að viðurkenna hætti annara. Er þetta kanski öfund og græðgi sem stjórnar mönnum. Ég man ennþá eftir gullnum kornum sem mér voru kennd í grunnskóla af fleiri en einum kennara, ekki treysta öllu sem fjölmiðlar segja. Íslenskir fjölmiðlar sækja sínar fréttir af erlendum vefjum og þá nánast eingöngu úr fjölmiðlum vesturveldanna s.s. Evrópu og Ameríku. Þetta er menning sem við samsvörum okkur með og erum sammála. Er eitthvað annað sjónarmið sem við erum að missa af ? Getum við skilið það sjónarmið ?
Ég ætla ekki að setja mig á háan stall og segjast skilja allt sem gerist í þessum blessaða heimi. Ég legg mitt traust í þá stjórnmálamenn sem ég kýs og ég vonast til að ég geti treyst erlendum stjórnvöldum jafn vel. Ég er mjög þakklátur fyrir það að búa á landi þar sem hnífsstungur og innbrot eru með alvarlegari málum sem koma uppá og eru meira að segja fréttnæmt efni.
Af og til heyri ég háværar raddir sem kalla á heimsfrið. Það mun aldrei ríkja heimsfriður í hinum mennska heimi. Ég skal glaður éta þessi orð ofan í mig ef einhvertíman annað kemur í ljós. En ég er þeirrar trúar að þetta séum bara við. Mannfólkið er svo hverfullt. Við erum mismunandi eins og við erum mörg og mannlegt eðli endurspeglast í því slæma jafnt sem því góða. Öfund og græðgi eru hluti af okkar háttum og menningarheimum. Það eina sem ég bið um er að illskan nái ekki það sterkri rótfestu að hún taki yfir og gjöreyði okkur öllum. Kv.Helgi Þór
Athugasemdir
mikil heimsspeki í þér ástin mín en þetta er bara þú ég held að þú ættir bara að hætta í sölunni og fara í heimsspekina ;) nei segji svona það er alveg til í þessu hjá þér en er að afgreiða sé þig í kvöld ;)
stefania
Stefanía Björg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.