Getur maðurinn aldrei bara sagt það sem honum finnst ???

Það er alveg ótrúlegt hvað hann Karl Sigurbjörnsson virðulegur biskup Íslands getur verið góður í að nota samlíkingar. En þegar allt sem þú segir kemur í samlíkingum að þá hugsa ég mig tvisvar um !!!

Kvaðst hann þó telja það sem sumir kalla hik og fálm fremur til marks um varfærni og ábyrgðarkennd. „Vilji menn róa saman þá varðar miklu að vita hvert skal stefna og að vera búinn staðsetningartækjum, kompás og kortum til að finna réttu leiðina," sagði hann. „Ef margir róa saman er mikilvægt að þeir séu sammála um markmiðið og hvort treysta megi sjókortunum og áttavitanum.

Karl sagði í erindi sínu, að kirkjan þurfi að þola skoðanaskipti og andstæð sjónarmið. „Hún þarf að þola meiri margbreytni starfshátta og þarf að forðast að steypa allt í sama mót. Kirkjan er ekki golfvöllur þar sem aðeins er rými fyrir eina grastegund sem klippt er í sömu hæð. Nei, hún er frekar eins og íslenskur úthagi, lyngmói, þar sem fjölbreytt líf þrífst og saman vaxa snarrótarpuntur og holtasóley.”

Hvernig er þessi maður þegar hann kemur heim úr vinnu á daginn ?

KARL: Sæl elskan mín. Ég vann í dag verkefni sem tók á orku minni eins og dráttarbeisli asnans sem þjarkað var á ökrum mesópótamíu í þá daga er kristur fæddist. Hvert bréf var sem sárindi undan leðurbeislunum er hertu saman húð mína í átökum fram eftir degi. Hvert símtal var sem svipuhögg máttugs bónda með það markmið að plægja akurinn frekar en að hlífa mér. En verklokin voru fögur sem sólsetur við nýplægðan akur sáðan með fræjum sem gefa af sér líf og von.

FRÚIN: Hvað ertu að tala um Kalli minn ??? Hvað varstu að gera ???

KARL: Ég skrifaði fréttatilkynningu á mbl.is !!!


mbl.is Biskup segir skiljanlegt að verklag kirkjunnar þyki varfærið og fálmkennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Karl er alls ekki starfi sínu vaxinn eins og hann sýnir aftur og aftur.

Þó maður sé einn að róa þá verður maður jú líka að vera með markmið og góð sjókort + áttavita.

Augljóslega fékk einhver jobbið sitt út á klíku.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 12:39

2 Smámynd: Jón Ómar Gunnarsson

"Augljóslega fékk einhver jobbið sitt út á klíku."

Biskupinn er kosinn af leikmönnum og prestum!

Jón Ómar Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 13:25

3 identicon

Hæ Helgi Þór

Takk fyrir síðast! OMG gaman að sjá ykkur.. Óvænt ánægja svona á letidegi. Hehe hvernig er það, eigum við ekki að reyna að fara að hittast fljótlega?? Eða kannski taka einn hring uppá velli?  

Allavega bloggið mitt er: www.zoolander.bloggar.is endilega verið í bandi!

KNOOOS! 

Lára Ósk (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 09:50

4 identicon

Og já btw, þá er Karl Sigurbjörnsson frændi minn.. Segi það með stolti ehm

Lára Ósk (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband