24.4.2007 | 11:10
Ég er hćttur ađ reykja !!!
Ég er hćttur ađ Reykja. Ég var farinn ađ reykja rúmlega pakka á dag og ég var kominn međ svo mikiđ suđ í eyrun. Ég fór til lćknis og hann sagđi mér ađ eina leiđin til ađ losna viđ suđiđ vćri ađ hćtta ađ reykja ţví ţá mundi kćrastan kanski hćtta ađ suđa í mér !!!
En ađ öllu gríni slepptu ađ ţá er ég loksins hćttur !
Klappiđ saman lófum ţví markmiđiđ sem ég hef haldiđ fast í án ţess ađ sleppa hefur tekist. Ţađ tók lengri tíma en ég hafđi áćtlađ en ţađ tókst. Sunnudagurinn 24. apríl hófst međ sígarettuleysi og letikasti ţar sem ég nennti ekki út í sjoppu. Ég stóđ á Ţróttarvellinum í Laugardalnum og horfđi á Einar Óla bróđir Stefaníu keppa á móti KRinum ţar sem Ţróttur vann 4:3 sigur.
Ţegar ég lagđi af stađ útaf íţróttasvćđinu í ţeim tilgangi ađ kaupa mér sígarettur náđi ég ekki langt. Ég veit ekki hvort ţađ var útiveran, hvatningin á ađ horfa á strákana keppa í fótboltanum eđa bara leiđi á ţessum leiđindarreykingum en ég sneri viđ og tók bara ákvörđun um ađ hćtta ađ reykja. Tedda tengdamamma greip gćsina glóđvolga og reddađi mér Nikotín plástrum svo ađ ţetta gengi ekki til baka. Á sunnudaginn var ég međ plásturinn en laumađi mér samt í eina sígarettu ţegar leiđ á daginn og hún bragđađist eins og skítur međ gamalli kokteilsósu og úldnum banana. Ekki gott ! Í gćr var svo fyrsti reyklausi dagurinn minn í langan tíma og í dag er annar ađ bćtast viđ.
Ég er búinn ađ hafa í nógu ađ snúast uppá síđkastiđ og ţađ er alveg brjálađ ađ gera hjá mér á flestöllum vígstöđvum. Ţar ađ auki er ég á fullu ađ skemmta og var međ 4 gigg í síđustu viku. Menntaskólinn í Kópavogi tók á móti mér á miđvikudeginum í síđustu viku, ég skemmti í fyrsta partýi Íslandshreyfingarinnar á föstudeginum ásamt Ţórhalli og Ţrándi félögum mínum í gríninu, Skátaflokkurinn Vífill fékk mig til sín í afmćlisteiti flokksins á laugardagskvöldinu og á sunnudeginum var ţađ Brjánn ćskuvinur minn sem fékk mig ásamt Oddi og Ţórhalli félögum mínum til ađ skemmta á opnunarkvöldi nýs og glćsilegs kaffihúss í Von hjá SÁÁ.
Ţetta er búiđ ađ vera frábćr tími og nóg í ađ snúast. Nú er bara ađ halda áfram á beinu brautinni svo suđiđ hverfi fyrir fullt og allt !!!
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.