Framhaldssaga: Ólukkan snýst alltaf við !

Ég sagði hér sögu um hvernig ég plataði kærustuna mína uppúr skónum. Ég nýtti mér það hvað ástin getur verið blind. Nú tel ég það vera þjóðráð að segja hvernig örlögin snerust gegn mér og hefndu fyrir hönd kærustunnar !

Áætlaður var að leggja af stað kl. 17.00 á fimmtudeginum. Ýmislegt gerði það að verkum að ekki var farið fyrr en 20.00 um kvöldið á fimmtudeginum. Eftir langa og stranga keyrslu norður með einu stoppi í Borgarnesi til að jafna út loftþrýsting í dekkjum og öðru stoppi í óumflýjanlega góða kaffibollan í Staðarskála leit allt út fyrir að ferðin væri við það að enda. Klukkan var 20 mínútur yfir miðnætti og Föstudagurinn 13. skollinn á. Við vorum staðsett í botni Öxnadals þegar við keyrum inná klakabreiðu. Framundan sé ég röð af flutningabílum stopp í vegkantinum. Ég hemlaði hægt og rólega og tipplaði síðasta kaflan slík var hálkan. Eftir að við stoppuðum fór ég út að spyrjast fyrir og viti menn flutningabíll hafði oltið á veginum. Það gerði snjóstorm á sama tíma og heiðinni var lokað fyrir utan það að hún var stífluð. Við sváfum í bílnum þessa nótt og héldum áfram þegar allt losnaði kl. 5.00. Önnur smærri óhöpp þennan dag voru að mér tókst að brjóta sígarettu sem ég var að reykja, týna kveikjara og brjóta glas.

Við áttum frábæra helgi á Akureyri þar sem við hittum mikið af skemmtilegu fólki og höfðum það gaman. Á Laugardagskvöldinu var slegið upp í smá teiti en það var illa liðið af íbúum og hugrakkur Securitas maður sagði okkur veisluljónunum úr Reykjavík að þetta væri of hátt (Það var partý í annari hverri íbúð í þessu húsi). Hinsvegar sá Securitas hetjan hversu mikil gæðablóð við og okkar gestir erum þar sem íbúðin var tæmd á innan við 20 mínútum og allir af stað niður í bæ.

Svo þegar kemur að heimferðinni uppgötvast að einn frændinn sem var með í för hafði týnt peysu úti í bænum um helgina við næturbrölt. Hinn frændinn hafði þurft á stuttri slysóferð með heftiplástrum á að halda. Við sættum okkur við að hvert óhappið á fætur öðru væri að hamla okkur og gáfustum upp. Eftir keyrsluna á leiðinni heim, með þessu ómissandi stoppi í Staðarskála þar sem við fengum okkur að borða, sáum við eld rétt fyrir utan Kjalarnes í viðarbekk. Þegar ég kom á staðinn að skoða betur sá ég að þetta var aðeins eldur í dagblöðum fyrir framan bekkinn en þó var farin að myndast glóð í bekknum. Eftir stutt símtal við neyðarlínuna fékk ég það verkefni að slökkva eldinn og reyna að forðast að senda slökkviliðið ef það væri viðráðanlegt að slökkva sjálfur. Veðurguðirnir og veðurstofan spiluðu í okkar liði þar sem hellirigning var úti. Ég byrjaði á að sparka nett í staflan og dreifa draslinu. Þegar það var ekki að virka jafnvel og ég hafði þorað að vona brá ég á það ráð að hella vökva yfir eldinn. Eini vökvinn sem ég var með voru 5 lítrar af Coke. Það sýndist og sannaðist að Coke er alveg svakalega góður til þess brúks að slökkva elda. Eldurinn dó á hverjum þeim bletti sem fékk Coke slettu á sig. En þegar gosið hafið klárast og ennþá logaði í smáglóðum í bekknum brugðum ég og einn frændinn á það ráð að slökkva með hinni ævafornu aðferð Slökkvus Hlandus. Fyrir þá sem ekki vita þýðir það út með slátrið og sprauta gulu. Þetta hafðist og hetjurnar héldu áfram ferðinni.

Þegar í Reykjavík var komið og allir komnir heim til sín nema ég og Stefanía mín mundum við eftir því að við höfðum gleymt að tæma eina skúffuna fyrir norðan. En það var ekkert stórmál. Bara enn eitt óhappið og því yrði reddað síðar. Því miður fyrir okkur voru þar HLEÐSLUTÆKIN OG HÚSLYKLARNIR !!! Svo við gistum hjá Tengdó í nótt !

Þjóðráð 1: Ekki stríða öðrum ef þú þorir ekki í slag við örlögin !!!
Þjóðráð 2: Ekki stríða kærustunni / konunni þinni !!!

Niðurstaða: Sá hlær best sem síðast hlær og Stefanía hló á meðan ég fór í fýlu... Stefanía mín... Þú vannst !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið rétt ástin mín "sá hlær best sem síðast hlær"  ég vinn ávalt sama hvað það er búið að vera mikið að gera grín af mér að þá veit ég alltaf að ég vinn því örlögin standa ávalt með mér!!

kv

stefania

stefania (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband