Afþreying á miðjum degi !!!

Hún Stefanía mín hringdi í mig áðan og sagði mér þær fréttir að ég gæti ekki fengið allt efni til að ljúka við leikskrá, sem ég er að gera fyrir nemendafélagið hennar, fyrr en í kvöld. Allt gott og blessað með það nema að ég sá þarna skotfæri fyrir smá hrekki mér til ómældrar skemmtunar. Þannig er mál með vexti að við erum á síðustu stundu og erum að fara norður á Akureyri eftir vinnu í dag.

Símtal 1:
S: Við fáum ekki allar auglýsingar og allan texta fyrr en í kvöld þannig að við verðum að klára þetta fyrir norðan !
H: Og hvernig ætlaru að senda PDF skjalið suður til Prentunar ?
S: Ég veit það ekki... Í gegnum internetið eða eitthvað !!!
H: INTERNETIÐ... Ertu klikkuð... Þetta er Akureyri... Þetta er ekki eins og Akranes og Borgarnes í nágreni Reykjavíkur... Það er ekkert internet á Akureyri... Þetta er hinummegin á landinu !!!
S: Í alvörunni... Hvað eigum við þá að gera ?
H: Ég veit það ekki... þú verður bara að redda því !
S: Ok bæ

Á þessum tímapunkti var púkalegt glottið farið að lyftast ansi hátt og Denni Dæmalausi vaknaður sem mitt innra barn. 30 mínútur líða og nú er daman búin að kanna málið !

Símtal 2:
S: Hæ verðum við ekki bara að skilja þetta eftir í Reykjavík og láta einhvern annan klára málið
H: Nei elskan mín... Ég klára mín verkefni sjálfur... Ég vil ekki að hver sem er sé að krukka í mínum skjölum.
S: Hvað eigum við þá að gera... Við verðum bara að sleppa ferðinni !!!
H: Nei... Reddaðu bara Fjartengingu hjá Vodafone !
S: Fjartenging !!! Hvað er það ???
H: Það er Gervihnattartenging
S: Er það hægt ???
H: Stefanía... ég var að vinna hjá Vodafone... Ég veit hvað ég er að segja...
S: Og nær það á Akureyri ?
H: Gervihnötturinn er úti í geimi... Það er alveg sama hvort þú ert í Reykjavík, Akureyri eða Kópaskeri... Þú nærð sambandi !
S: Og hvað kostar svoleiðis ?
H: Gæti verið 10-15 þúsund kr. fyrir helgina !
S: Það er alltof dýrt... Ekki séns að Orri tími að borga það !
H: Talaðu við hann og tékkaðu á því... Hann getur örugglega samið... Vodafone er alltaf tilbúið til að græja góða díla fyrir nemendafélög... Hann á að geta reddað þessu !
S: Ok ég geri það !!! Takk ástin mín !

Nú var ég alveg við það að springa úr hlátri og farinn að segja vinnufélögunum frá hrakförum kærustunnar sem féll heldur betur í gildruna. Dagurinn er farinn að líta ansi vel út !!!

Símtal 3:
S: Hæ!!! Ég er búin að redda þessu !
H: Ok flott hjá þér (Ég varð eitt stórt spurningarmerki... Hún fattaði þetta ekki en hún reddaði þessu ???)
S: Ég fann internet á Akureyri
H: NÚ HVAR ?!?!?!
S: Á hótel KEA... Ég spurði mömmu út í þetta og hún sagði að það væri alltaf internettenging á hótelum... svo ég hringdi í þá og ég mátti koma... Þeir eru með svona þráðlaust net !!!
H: HAHAHA AUÐVITAÐ ER INTERNET Á AKUREYRI... EKKI VERA SVONA MIKILL KJÁNI
S: ***Skellt á****

Vinir og kunningjar... Vonandi skemmtuð þið ykkur jafnvel yfir því að lesa þetta eins og ég skemmti mér yfir því að gera þetta... En nú liggur leiðin norður. Ég er ekki búinn að kanna hvernig veðurspáin er á leiðinni og mér er í raun og veru alveg sama því ég veit að þetta reddast alltsaman... Það er nefnilega internet á Akureyri !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alltaf sama helvítisd kjaftæðið í þér sorry að ég kann ekki betur en þetta á tölvur :(

kv bitur kærasta

Stefanía Björg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 11:45

2 identicon

Ég hélt að það væru til takmörk hversu heimskar konur væru en þetta sló ÖLL met!!  

Einn að deyja úr hlátri! (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 14:00

3 identicon

Veit almenningur um Hoochie Hoochie mama Helgi ?

Oddur Eysteinn Friðriksson (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 17:38

4 identicon

Alveg er hugmyndaflugið hjá þér ótrúlegt :-)

Og nafna mín, þú trúir greinilega alveg í blindni á kærastann sem er reyndar gott svona dags daglega!!!!!! 

Helgi, ég held að maður verði að vera á varðbergi gagnvart þér, allavega fer maður að hugsa ýmislegt.

En góða ferð norður og kveðja frá Grindavík 

Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 19:32

5 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Oddur... Það styttist í Hoochie Hoochie mama söguna

Stefanía Björg... Maður verður að brjóta upp munstrið til að gera lífið skemmtilegt.

Einn að deyja úr hlátri!... Met verða slegin í íslensku þjóðfélagi á næstu mánuðum... hafðu bara opið auga!

Stefanía Mín... Sorry

Allir aðrir... Hafið það gott um helgina

Helgi Þór Guðmundsson, 12.4.2007 kl. 19:38

6 identicon

Lool XD 

loly (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 02:52

7 identicon

hahaha snilld nafni sæll.. Stefanía mín ekki gott. en gangi ykkur vel með leikskránna mér hlakkar til að sjá hvað ég verð sætur í henni :D.bara skemmtið ykkur á akureyri kv Helgi Fannar "Grímsi"

helgi (grímsi) (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 02:57

8 identicon

stefanía: ég myndi láta aulann borga flugfar fyrir þig norður!

kv jónsi

jonsi (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 09:38

9 identicon

Hahaha þvílík gargandi snilld!

Finnur (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 13:44

10 identicon

hehe "ég fann internet á akureyri"

 þessi setning er gull

b2 (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 15:55

11 identicon

Ekki spurning en ég myndi dömpa þér strax !

Sigga Stína (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 18:04

12 identicon

góð

www.sbs.is (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 18:46

13 identicon

Stefanía Björg er sannarlega heppin stúlka!

John Ragman (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 18:56

14 identicon

Snilld....minnir mig á þegar ég og vinur minn sögðum 2 stelpum í bekknum (þá 1 ári í framhaldskóla) að það væri stranglega bannað að hjóla á Akranesi....þær spurðu ekki einu sinni útafhverju!!!!

Svanur (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 21:19

15 identicon

ahhahah... kom mér sko til að hlæja illa.. vissi ekki að Stefanía væri SVONA glær! :')

kv. Sigga Ósk 

"ekki sjéns að Orri tími að borga það" 

Sigga (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 19:14

16 identicon

hahahahahaha :'D
Illa gert :'D

Birta (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 20:37

17 identicon

Þvílík snilld......Stefanía að láta hann gabba sig svona..... og ryðguð ljóska ;) hehe

Petra Rós (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 10:10

18 identicon

vil bara taka það fram að ég hélt að það væri 52 kb tenging en ekki adsl ég er ekki ljósk og ekkio heldur ryðguð ljóska

Stefanía (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband