8.4.2007 | 05:46
Það er ekki hægt að gera upp á milli mín !
Kæru vinir, vandamenn og aðrir gestir sem rata á þessa síðu. Ég hef þær fréttir að færa að ég náði ekki titlinum Fyndnasti maður Íslands þetta árið. Ég deildi 4-5 sæti með keppinaut mínum Kára. Keppnin var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert í langan tíma og ég óska Þórhalli til hamingju með sigurinn. Ég hef kynnst fullt af skemmtilegu fólki frá því að keppnin byrjaði og því má segja að félagslífið mitt s.l. mánuðinn sé búið að vera einn stór brandari.
En ég er ekki af baki dottinn. Ég held áfram ótrauður og ekki vera hissa þegar þið sjáið mig bregða fyrir á uppákomum hér og þar. Ég þakka öllu mínu góða fólki fyrir stuðninginn. Þið eruð æðisleg
Athugasemdir
Sæll Helgi. Leiðinlegt að missa bæði af keppninni og afmælinu hennar. Er bara búinn að vera í botnlausri vinnu hérna fyrir austan og þá er ekki auðvelt að taka bæjarferð. Til hamingju með góðan árangu. Þú átt eftir að fá nóg af verkefnum end heyrði ég efnið hjá þér í grillveislunni og var það alveg meinfyndið. Þeim mun grófara þeim mun betra. Þú átt framtíð fyrir þér í þessu.
kveðja að austan.
Pétur Mikli (The beast in the east)
Pétur Orri Gíslason (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.