Skiptar skoðanir með sýningarrétt á HM 2006 !

Nú heyrast háværar raddir sem deila um sýningar á leikjum HM 2006. 365 fjölmiðlar hafa keypt sýningarréttinn og munu koma til með að sýna leikina á Sýn. Fjölmiðlar velta málefninu fyrir sér og kynna fyrir okkur sem ekki höfðum fylgst nógu vel með hvernig verð hafa hækkað gríðarlega á Sýn nema um samning til lengri tíma sé að ræða !

Ég veit ekki hvort það sé ég sem er svona einfaldur eða hvort þetta geti verið miklu auðveldara og skilað sér í samkeppni til neytandans !

Ísland hefur breyst. Íslendingar eru orðin upplýsingatækniþjóð og mjög auðvelt er að afla efnis til fróðleiks eða skemmtunar hér á landi. Það er varla sá landsmaður sem ekki hefur aðgang að interneti og eru það fáir að þeir eru meira að segja færri en stuðningsmenn framsóknarflokksins í síðustu kosningum. Þegar ég starfaði hjá Halló FF símafyrirtæki fyrir einhverjum árum síðan stundaði ég sölumennsku og fékk góð viðbrögð því hugmyndin um eitthvað annað símafyrirtæki og internet hraðara en 56Kb/S ! í dag þykir sjálfsagt að fá samkeppni í fjarskiptum og að ADSL sé ekki hægara en 1Mb/s (1024 Kb/S)

Ég ber fulla virðingu fyrir því að Sýn nýtir tækifærið til fullnustu þar sem þeir hafa greitt fyrir sýningarréttinn. Mér þykir það ekki réttlátt hjá þeim að hækka verðið svo mikið eða þá að knýja viðskiptavini til skuldbindingar en svona þarf oft að vinna til að berjast á hratt stækkandi markaði með mikilli samkeppni. 365 fjölmiðlar hafa átt á brattann að sækja en hafa samt staðið alltaf fyrir sínu og rutt til rúms á sjónvarpsmarkaði hérlendis.

Það sem mér þykir stærsta málið til athugunar í þessum efnum er einfaldlega hvort það sé ekki rangt að selja einkaleyfi á sýningarrétt hérlendis. Hver er það sem leyfir það. Samkeppnisstofnun ætti að ráðast á rótina áður en þeir pota í spilendur leikkerfisins. Ísland er svona en þarf ekki að vera svona. Olíufélögin póstuðu sín á milli verðlagningu. Ríkið hirðir stærstan hlutan af eldsneytisverðinu. Það er rukkað fyrir gagnaniðurhal á netinu hérlendis. Internet er aðgengilegt en rándýrt fyrir heimilin hérlendis. Sjónvarpsmiðlar eru fáir en öflugir og bjóða uppá mikið úrval en þeir eru mjög dýrir fyrir heimilin og mörg heimili hafa einfaldlega ekki efni á meiru en RÚV. Hinsvegar hafa snillingar rutt veginn fyrir Skjá1 og Sirkus sem hafa afþreyingu ókeypis og þéna á auglýsingatekjum.

Af hverju er ekki afnuminn þessi endalausi réttur sem er seldur af þeim sem eiga peningana fyrir offjár og keyptur af þeim sterku sem eiga einnig of mikið af peningum. Af hverju er ekki opið fleiri en einum að sýna svona kostulegan viðburð og af hverju er þetta kerfi þar sem fyrirtæki er knúið til að leggja ótrúlega stórar upphæðir í að stimpla sig sem vonda kallinn á markaðinum til að þéna á móti sýningarréttinum. Er ekki peningunum betur varið í heilbrigða samkeppni þar sem allir hafa aðgang og auglýsa sér til hagsmuna og reyna þá að lokka kúnnan í önnur möguleg viðskipti.

Sýningarréttur er skiljanlegur því allt kostar en ekki einkaleyfi á honum. Höfum opna samkeppni á markaðinum og stuðlum að fjölbreyttari valmöguleikum án þess að þurfa að taka yfirdrátt fyrir þeim.

X-Ísland í HM 2010.

 

Farið vel með ykkur

Helgi Þór


mbl.is Margar kvartanir hafa borist Neytendasamtökunum vegna HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband