Grófur húmor ?!?!?

Það hefur nokkuð borið á því eftir frumraun mína í uppistandi með þáttöku minni í keppninni Fyndnasti maður Íslands að fólki finnist mitt framlag til keppninnar vera of gróft. Ég vona að sem fæstir hafi orðið fyrir alvarlegri truflun af þessari sviðsframkomu sem sýnd var á Skjá 1 s.l. föstudag.

Mér til málsvarnar vil ég benda á að flestallt það sem ég tók fyrir í þessu gríni mínu hefur verið rætt eða birt á opinberum vettvangi s.l. mánuði. Þar ber helst að nefna forsíðu Smáralindarblaðsins þar sem ung stúlka var úthúðuð af feminískri kellingartruntu sem kallaði stelpuna klámdrottningu og nefndi sér til rökstuðnings alls kyns hluti sem "sönnuðu" hennar mál. Þar að auki hafa verið fréttir um klámróluna þar sem hótel á Laugaveginum er með sérstaka króka í loftinu hugsaða fyrir þessa notkun og klámmyndir hafa verið umtalaðar af karladeild feministafélagsins.

Sama hvernig þetta lýtur út vil ég minna fólk á að ég er jafnréttissinni í húð og hár. Ég vil sjá lausnir sem brúar bilið í launamun kynjana og aukin tækifæri fyrir konur í lífi og starfi. Ég vil jafnframt að þessi barátta sé háð á kostnað annara en karlmanna þar sem stærstur hluti karlmanna er sammála mér í þessum efnum.

Hinsvegar mun ég beyta mér fyrir því persónulega og opinberlega að véfengja og jafnvel niðurlægja þær ofstækisfullu kellingartruntur (eins og ég kýs að kalla þær) sem eyðileggja þá jafnréttisbaráttu sem háð hefur verið hérlendis s.l. ár. Þær taka einfalda hluti og snúa þeim gjörsamlega úr samhengi, þannig að málsflutningur þeirra jaðrar við geðveilu, og tengir það nafni feminista sem margir hverjir eru algerlega á móti þeim.

Vandinn liggur klárlega í hinu opna umhverfi internetsins og bloggsamfélagana þar sem þróunin hefur orðið sú að allir geta talað opinberlega og komið sýnum málefnum á framfæri fyrir alþjóð. Fjölmiðlar og húmorskenndar tenglasíður grípa svo gæsir á lofti þegar bandbrjálaðar konur hafa svert jafnréttisbaráttuna með óforskömmuðum ásökunum og þeim eina árangri að skemmta landsmönnum í kaffistofum og heitum pottum með krydduðum umræðum.

Á forsíðu feministafélagsins stendur orðrétt Feministi er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjana hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því

Skv. þeirri skilgreiningu er ég Feministi og ég mun beita mér fyrir því að þagga niður í öllum þeim konum sem ganga yfir strikið í bulli og vitleysu. Ég mun beita mér fyrir því að gera grín að öllum þeim konum opinberlega sem leggjast það lágt að tengja eðlilega hluti úr umhverfinu við neikvæðar klámímyndir og aðstæður.

Þar til þeim árangri hefur verið náð mun ég kalla sjálfan mig jafnréttissinna.

Kv. Helgi

Ps. Sérstakar þakkir fá allir þeir sem staðið hafa við bakið á mér í keppninni Fyndnasti maður Íslands. Ég hlakka til að takast á við keppinauta mína í úrslitum þann 6. apríl n.k.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Ég styð þá feminista fulls hugar sem berjast fyrir jafnrétti... Mun ávalt styðja það !

Helgi Þór Guðmundsson, 26.3.2007 kl. 13:40

2 identicon

Hefur þú einhverntíman spáð i því afhverju karlmenn sem eru feministar eru sagðir vera "öruggir með karlmennsku sína". Kemur karlmennska Feminsima við að einhverju leyti?

Óli Kári (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 16:19

3 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Nákvæmlega... Málið er að margir af karlmönnunum í karladeild feministafélagsins eru sannir kynvillingar og gætu ekki tekið sjálfstæða ákvörðun þótt þeir stæðu frammi fyrir dauðanum... Aðrir eru að gera góða hluti en þessi kynjaskipting sem er orðin í þjóðfélaginu er svakaleg... Þú ert annaðhvort Feministi eða karlremba... Karl eða kona... Karlfeministi eða kvennskessa !!! Svona er þetta bara !

Helgi Þór Guðmundsson, 29.3.2007 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband