Frumraunin í sjónvarpinu !!!

Nú get ég með stolti sagt að ég hafi komið í sjónvarpið... Hafði áður verið í einstaka fréttaþáttum á bakvið hoppandi og vinkandi en nú er stundin komin. Sýnt var frá keppninni Fyndnasti maður Íslands þar sem ég steig á svið og sagði vandaða og vel orðaða brandara í 10 mínútur.

Vonandi var þetta ekki of truflandi, klæmið, dónalegt eða óviðeigandi fyrir áhorfendur en kosturinn fyrir ykkur var sá að þið gátuð alltaf skipt um stöð. Ef þið gerðuð það ekki eruð þið klárlega jafn forvitnir pertvertar og ég er...

Fólk virðist gagnrýna hversu mikið um klámbrandara er í þessari keppni... Kvartið bara því ég segi að uppistand á ekkert heima í sjónvarpi... Það er gaman að sjá þetta en þetta er bara ekki sama stemningin og að sitja í sal með blindfullu fólki... Þar er stemning og þar vill fólk láta sjokkera sig... Þú ferð ekki á uppistand til að heyra sama ruglið og er rætt í snyrtilegum fjölskylduboðum... Þú ferð til að ýta á þolmörkin og stækka þægindahringinn... Þar kem ég til sögunnar með 18+ gírinn í þetta skiptið...

Nú er það bara undirbúningur fyrir úrslitin og ég vona að ég fái jafn góðan stuðning og meðbyr frá mínu fólki og ég hef fengið hingað til...

Takk fyrir mig... Þið eruð öll æðisleg !

Kv. Helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ ég er alltaf að finna síðuna þína á b2 :) Frábært að þú sérst í fyndnasti maður íslands... hafði ekki hugmynd og missti af þessu :S en fylgist bara vel með núna.

Ellen (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband