19.3.2007 | 11:15
Gott að hafa efni á neitunarvaldinu !
Á meðan við almúginn vinnum myrkrana á milli með svita og tárum til að hafa í okkur og á geta stelpur eins og Emma Watson hafnað 262 milljóna krónu samning af ástæðum eins og að vilja ekki vera "stelpan úr Harry Potter" lengur.
Ég ber GRÍÐARLEGA virðingu fyrir þessu hjá henni !!! Hún er bara 16 ára gömul og hún er tilbúin að taka ákvörðun sem skiptir hundruð milljóna af því hún upplifir sig ekki vera að nýta sína hæfileika í botn. Hún hefur verið að þroskast og sumir farnir að kalla hana kyntákn (ekki alveg að skilja það, er alltaf smástelpa í mínum augum) en hæfileikinn leynir ekki á sér hjá þessari ungu sætu leikkonu og ég typpa á að blómatíð hennar sé framundan í leiklistinni.
Allir þeir sem mögulega hneysklast á að sleppa samning sem þessum mega vita að hæfileikinn til að taka sjálfstæða ákvörðun sem skiptir mann máli er ekki á höndum margra 16 ára unglinga og ég klappa mikið fyrir Emmu fyrir að taka af skarið og láta slag standa.
Vill ekki leika Hermione lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En hún ER Hermione.. það yrði skrýtið að hafa hana ekki... Já, flott hjá henni að geta sagt nei, en hvað með okkur hin.... ??
Berglind Hermannsdóttir, 19.3.2007 kl. 19:02
Er það ekki einmitt málið hjá henni að fólki finnst hún ennþá bara vera smástelpa og það vill hún ekki frekar en aðrar 16 ára stelpur, og í myndunum um Harry Potter þarf hún að túlka smástelpu og það gefur henni ekki færi á að losna við þann stimpil.
Helgi Jónsson, 24.3.2007 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.