Allt að gerast !

Það er nú aldrei lognmolla í þessu lífi. Nú vorum ég og Stefanía að flytja aftur og fluttum í þetta skiptið í Hesthamra 9 í kjallarann. Þar erum við með huggulega íbúð sem við ætlum okkur að gera kózý. Ég veit að þeir segja að æfingin skapi meistarann en ég bara því miður er orðinn alltof vanur þessu og þetta er orðið bara einfaldlega leiðinlegt.

 Svona er flutningasagan mín og Stefaníu frá upphafi. 
Jún 2003                      Ég flyt í Engihjalla ásamt Gylfa og Óla.
Nóv 2003                    Stefanía “flytur” inn til okkar vinanna.
Feb 2004                     Ég og Stefanía flytjum til Teddu í Kleppsveginnn
Jún 2004                      Ég og Stefanía flytjum til foreldra minna í Fannafoldina
Ágú 2004                     Ég og Stefanía flytjum í Grænukinn
Des 2004                     Ég og Stefanía flytjum til foreldra minna
Jan 2005                      Ég og Stefanía flytjum til Teddu í Kleppsveginn
Okt 2005                     Ég og Stefanía flytjum til Ömmu í Stigahlíðina
Des 2005                     Ég og Stefanía flytjum til foreldra minna í bílskúrinn.
Maí 2006                     Ég og Stefanía flytjum í Hesthamra Stærðfræðingurinn í mér segir mér að þetta eru 10 flutningar á nákvæmlega 3 árum. Þessi jafna sýnir kanski best hversu mikið við flytjum. 36 mánuðir / 10 flutningar = 3,6 mánuðir á milli flutninga að meðaltali. S.s. á tæplega 4 mánaða fresti flytjum við. Til að vera nákvæmur notum við þessa formúlu. 30 dagar / 100 = 0,3 x 60 = 18 dagar. Þannig að m.v. að við fluttum 28. maí 2006 ættum við að flytja aftur skv. lögmálinu góða þann 15. september 2006. En það næst ekki annar flutningadagur skv. reglunni því næsti flutningadagur þar á eftir væri 2. janúar. Svo fór ég að leika mér ennþá meira með stærðfræði. Ef Helgi á fjögur epli og Stefanía á tvö epli hvað eiga þau þá mörg epli saman.
Svar: mínus 12 epli. Útskýringin er einföld. Af eplunum sem við þénum er tekinn 5% lífeyrissjóður svo þetta eru í raun bara 5.7 epli. Þar á eftir er tekinn 40% skattur svo það skilur í raun og veru bara 3.42 epli eftir. Bankinn hirðir að sjálfsögðu 0.26 epli í færslugjöld og það skilur eftir 3.16 epli. Bensínlítrinn hækkaði uppí 0,16 epli pr. líterinn og við þurftum að keyra fyrir 100 l. þennan mánuðinn svo við fórum í bankann og tókum yfirdrátt og keyptum okkur bensín fyrir 16 epli. Sem skilur okkur eftir með -12,84 epli. En Stefanía fann happaþrennu og vann 0,84 epli svo allt blessaðist þetta nú. Með það í huga fór ég að hugsa til þess þegar pabbi ætlaði að kenna mér að spara og sagði m.a. að eplin vaxa ekki á trjánum og að hann skiti ekki eplum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna, þetta var aldeilis upptalning of stærðfræði.
Það er spurning hvort ég ætti ekki bara að bjóða ykkur í eplagraut !!!!!!
Annars, gaman að heyra að þið eruð búin að fá íbúð með öllum nauðsynjum, vona bara að þið getið verið þarna lengur en 3,6 mánuði. Svo legg ég ekki í að flytja eftir að hafa búið í sama húsinu í aðeins 29 ár !!!!!!!
Heyrumst og sjáumst vonandi sem fyrst,
kveðjur frá tengda...........

Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 17:24

2 identicon

já vá .....ég hef aldrei flutt svona oft á minni stuttu æfi ....
fæddist að Selsvöllum 7 (sem er minn samastaður þessa stundina)
flutti í Akurgerði í Reykjavík 1 skólavetur 1996-7
flutti svo á Þórsgötuna skólaárið 1997-1998
Keypti mér hús á Gerðavöllum í Grindavík 1999
Keypt mér svo einbýlishús að Hraunbraut 3 2002
og þar hef ég verið síðan fyrir utan síðustu 2 mánuði er ég fór aftur á byrjunarreit hjá mömmu og pabba meðan ég er í framkvæmdum !!!
Þetta gera 5 staðir ....á 26 árum, 1 mánuði og 27 dögum !! og reiknaðu nú Helgi minn !!

en glæsilegt að þið skulið vera komin með íbúð og vonandi stoppið þið lengur þar

Petra Rós (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 22:53

3 identicon

ég skal lofa ykkur því amma og Petra Rós ég er bbúinn að fá nóg af fluttningum næst verður ekki flutt fyrr en ég kaupi mér mitt eigið húsnæði og ég ætla að búa þar í 100 ár eða þar til ég fell frá því fluttningar eru kominn í og yfir það venjulega enn ég hef flutt miklu oftar en þetta eins og þið vitið vá! 1 bjó ég hjá ömmu og afa í grindó, síðan á túngötu, 3 aftur amma og afi, 4 svíðþjó þar bjó ég á 2 stöðum 6 en þið skiljið hvað ég á við bæ í vbili

stefajnia (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 23:58

4 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Já það er gaman að þessu. Um að gera að pæla aðeins út fyrir ramman þegar kemur að dagsdaglegu lífi ;)

Petra skv. minni reiknivél hefur þú búið í 62,774 mánuði að meðaltali á hverjum stað. Það eru 5,231166 ár til að vera nákvæmur.

Eplagrauturinn hljómar einstaklega vel og ég veit að við kíkjum um helgina á sjómanninn síkáta.

Gaman að heyra í ykkur öllum.

Helgi Þór Guðmundsson, 8.6.2006 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband