1.3.2007 | 12:45
Hægrimanna vinstristefna með snúningi kvennkarla og karlakvenna !
Það er sjálfsblekkingarvefur sem íslenska þjóðin virðist sitja föst í. Jakkaklæddir menn sitja með kaffibolla sem kostar jafnmikið og pakki af kaffi og borða köku sem kostar 50% meira af því það er svo fallega skorið jarðaber á toppnum. Þeir ræða daginn og veginn og gáfulegar athugasemdir eru ekki sparaðar, verst er að það er ekkert vit í þeim.
Ísland í dag einkennist af yfirborðskenndum umræðum sem kafa sjaldanst ofaní ræturnar. Íslenskt líðræði eru tveir valkostir í öllum tilvikum. Við erum hægri eða vinstri, hærri eða lægri, menntuð eða ómenntuð, dugleg eða löt, góð eða vond, feministar eða karlrembur og svo má lengi telja. Mér finnst alltaf vanta þennan valkost sem einkennir hinn gullna meðalveg. Enginn stjórnmálaflokkur er alvöru jafnaðarflokkur. Þetta eru hægriflokkar, vinstriflokkar, vinstrisinnaðir hægriflokkar og hægrisinnaðir vinstri flokkar. Okkur er kennt sem börn að þekkja muninn á hægri og vinstri og hvað mig varðar erum við fullútskrifuð til að starfa sem stjórnmálamenn eftir það.
Ég hef nú af og til gert grín að Feministafélagi Íslands og þá helst róttækum kellingum sem þar berjast með hávaða og látum sem fáir nenna að hlusta á. Þar með hlýt ég að teljast karlremba skv. mörgum þeirra. En ég er samt með fullan stuðning við jöfn laun og að starfsmenn séu metnir að verðugleika en ekki kyni. Ég sé ekki eftir því að forfeður mínir hafi leyft konum að ganga inn í skólakerfið og leyft þeim að aka bíl. En það er bara enginn millivegur.
Ég mun stofna jafnaðarflokkinn millipersónur. Þar verða hæfustu persónurnar látnar skara framúr. Þar verða orðin konur og karlar bönnuð þar sem þau gefa möguleikann á kynjamisrétti. Bannað er að nota orðið Pólitík þar sem -tík hefur verið notað niðrandi um konur og Póli- minnir of mikið á Pólverja og getur vakið upp rasisma. Allir mega gera allt alltaf og það eina sem ræður því hvað er bannað eru lög og stefnuskrá mannakvennanefndarinnar Kvennamenn. Í baráttu okkar um atkvæðin verða prentaðir bæklingar í bleiku og bláu með svörtu og hvítu letri. !!!!!
Nema hvað að þetta er bara sama ruglið og allt hitt. Þetta er enginn gullinn meðalvegur... Þetta er róttæk vitleysa í allar áttir. Svart og Hvítt gerir grátt, Konur og karlar gera fólk og ólíkar skoðanir geta skapað samstöðu.
X- P (Píkuvinafélagið Typpi)
Athugasemdir
Vá hélt að þú værir í einhverri kepni en ekki í framboði, já það hlítur að vera rétt hjá dótur minni ég verð að fara að hryngja oftar heheheh kveðja tengdapabbi.
Jón þór (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.