27.2.2007 | 09:01
Heill sé þér kommúnistmi !
Ólafur Ragnar Grímsson verður bráðlega að breyta nafni sínu í Boris Ragnar Grímsson. Alþingi verður nefnt Moskva og Kínastjórn fær mínútuþögn á hverjum degi til að votta okkar virðingu. Er þetta þróunin. Er kommúnistminn að lauma sér meira og meira inn í okkar þjóðfélag. Þetta virðist vera orðið þjóðfélag sem byggist upp á hræðsluáróðri á opinberum vettvangi frá hinu opinbera. T.d. var frétt þess efnis í morgun að skuldarar verði sóttir inn á vinnustað eða hvar sem þeir mega finnast og færðir til sýslumanns svo hægt sé að gera fjárnám í þeirra eignir. Ég heyrði síglöðu útvarpsmennina á FM957 velta þessu fyrir sér með hlustendum og menn höfðu misjafnar skoðanir. Enginn virtist þó minnast á að þetta er augljós hræðsluáróður til að menn grípi nú í taumana og mæti loksins niðreftir til að losna við óþægilegar heimsóknir... og þetta mun virka. Lang eðlilegast er að fólk mæti og klári sín mál á réttum tíma eða a.m.k. taki ábyrgð á þeim með því að mæta á settar boðanir, en svona æsifréttamennskuskilaboð sem leka frá hinu opinbera yfir í fjölmiðla er svoldið einkennileg leið. T.d. sýslumaður sendir út bréf sértu boðaður í fjárnám en þeir mundu aldrei splæsa í tveggja til fjögurra manna þjónustuver sem hringir út eftir skuldunautum og hvetur þá til að mæta og klára sín mál. Intrum er farið að hringja út í sína bestu viðskiptavini og spyrja hvað sé hægt að gera. Svona er okkar þjóðfélag í dag, allir skulda og það er kominn gróðravænt atvinnuskapandi vinnuumhverfi í kringum innheimtustofnanir og lögfræðistofur. Ég ætti kanski að hringja út hjá intrum og vinna þannig uppí skuldirnar.
Hinsvegar hef ég aldrei skilið að fjölmiðlar séu notaðir svo sterkt til að koma áróðri áfram. Með þessu verða fjölmiðlar beinn tengiliður í pólitíkina í stað þess að horfa á hann passífum augum. Auðvitað er það þeirra skylda að birta þetta ef þeir komast á snoðir um þetta en af hverju er þessi leið farin. Steingrímur J. Sigfússon með græna eyrað vinstra megin situr væntanlega heima og gælir mjúklega við sitt kommúnistahjarta núna. Hann hefur nýjar hugmyndir um netlögreglu sem gætir þess að þú sért ekki frjáls á frjálsa vettvangi internetsins. Hann er gott dæmi um mann sem kann að tala um hvað sem er hvenær sem er en skiptir ekki máli hvort hann tali af viti eða ekki. Hann bara talar og það er gaman að hlusta á hann. En hann er ábyggilega rammspiltur andskoti [Hvað segir löggan þín við þessu Steini]. Hann er alveg bókað mál á móti opinberum umræðum á netinu af því enginn talar um Vinstri Græna. Hver nennir því. Ég nennti að tala um Vinstri græna þegar þeir voru blómabörn og plöntuelskendur. Hvað gerðist nú er þetta róttæk vinstrikommúnistahreyfing með apaköttum í forystunni og hippum í eftirfylgd. "Það er bullandi stemming fyrir að fella ríkisstjórnina" segir Steingrímur í opnunarræðu síðasta landsþings. Frábært félagi... frábært.... æðislegt... þú ert fífl.
Komi ríkisstórnin til með að falla í næstu ríkisstjórnarkosningum og að vinstristórn nái tökum á landinu mun ég alvarlega skoða möguleika þess að flytja af landi brott til lands þar sem afslöppun ríkir t.d. Danmörk. Ég meina spáið í því að vinstrihreyfingarnar vilja t.d. netlögreglu, menningarhippahús útum allt, kvenréttindarbaráttu á það háu stigi að jafnrétti og karlmenn víkja til hliðar og svo þessa leiðindar Ingibjörgu Sólrúnu. Ég get ekki bent á neitt eitt sem hún gerir til að pirra mig... það er bara andlitið hennar eða eitthvað, Give's me the creeps.
Ég veit að ég hef ekki bestu og sterkustu rökin til að bakka mínar villtu ásakanir og hugdettur en áttið ykkur á því að ÞETTA ER NETIÐ OG Í DAG MÁ ÉG GERA HVAÐ SEM ÉG VIL !
Ritskoðaðu þetta Steingrímur J.
Athugasemdir
Nú er sko örugglega að líða að kosningum.
En hefur þú ekki hugleitt að fara í framboð?
En það er gaman að þessum pistlum þínum og pælingum.
Ég er reyndar alveg sammála þér að það væri helv..... hart ef einhver ætlaði að stoppa mig af í að skrifa t.d. þetta núna.
Haltu áfram og takk fyrir síðast, það var gaman að sjá ykkur.
Endurtakið það sem fyrst.
Kveðja frá Grindavík.
Stefanía Björg Eianrsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 23:11
Viðurkenni það fúslega að framboð hefur heillað mig. Sérstaklega eftir inngöngu mína í Fyndnasti maður Íslands. Það sýndi mér tvímælalaust að maður ætti séns í þann brandara sem alþingi er.
Ég horfði á sjónvarpið um daginn og sá þar alþingi í endursýningu. Eins og mér leiddist horfði ég á það og ég bara náði því ekki sem þeir voru að segja af því þeir voru svo leiðinlegir. Það er bara einn maður sem ég hef virkilega gaman að hlusta á þar og það er Steingrímur J. Sigfússon en hann er soddan froðusnakkur að því miður er ekki til heil brú í því sem hann segir.
Ég set mitt X við D þetta árið sem og áður og held ótrauður áfram að styrkja hægri stjórnina. En þar til mitt nafn verður fyrir framan reitinn held ég mig við Standupið.
Helgi Þór Guðmundsson, 28.2.2007 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.