Fyndnasti maður Íslands 2007

Góðar fréttir vinir, vandamenn og aðrir gestir. Á þriðjudaginn skráði Stefanía mig til keppni í Fyndnasti maður Íslands án þess að ráðfæra sig við mig. Eftir vandræðalegt símtal frá forsvarsmanni keppninnar þar sem ég þverneitaði skráningu í keppnina féllst ég á að spreyta mig á þessu þar sem Stefanía hafði nú til síns máls að ég hef viljað gera þetta síðan síðasta keppnin var 2003.

Dagurinn byrjaði með vinnu eins og venjulega en um hádegisbil brá ég mér frá og hélt niður í Austurbæjarbíó til að skila frá mér vel völdum punktum. Ég stóð á sviði og skilaði mínu atriði með sóma. Um hálffjögur sat ég með hnút í maganum af spenningi. Ég var farinn að tísta í sætinu mínu af spennu. Þá fékk ég fréttirnar. Ég komst áfram í keppninni og mun keppa í mars í Austurbæjarbíói fyrir framan 550 manna sal og í sjónvarpsútsendingu á Skjá 1.

Í dag var myndataka fyrir Séð og Heyrt sem kemur út fimmtudaginn í næstu viku. Þar hitti ég tilvonandi mótherja mína sem litu vel út og mér sýnist þetta stefna í einn af skemmtilegri mánuðum sem ég hef lifað.

Ég reikna með 100% stuðningi frá vinum og vandamönnum á næstu dögum í því formi að kíkja á kallinn sprella á sviðinu. Nýtið tækifærið því ekki eru miklar líkur á að ég syngji á sviði m.v. SingStar reynslu mína hingað til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja kallinn, til hamingju með þetta. 

Að sjálfsögðu styður landsbyggðafólkið þig af heilum hug.

Gangi þér allt í haginn og heyrumst.

Kveður frá landsbyggðinni suður með sjó.  

Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband