Frjálslegar tilfinningar í vinnunni !

IMG_6798

Ég sit hér í vinnunni á einum af bestu dögum ársins. Öskudagurinn reis í morgun með smá sólglætu, smá kulda og risastóru brosi en mig vantaði árlega búninginn fyrir vinnuna. Með stýrurnar í augunum gekk ég um íbúðina og leitaði að hinu fullkomna gervi. Nú sit ég hér í stólnum mínum við skrifborðið með handklæði vafið um höfuðið, annað handklæði breytt yfir axlirnar og í bláa sloppnum mínum. Til að byr

 

ja með var þetta einfalt og þægilegt gervi þar til ég lét skyrtuna innanundir sloppnum fjúka svo mottan gæfi gervinu meiri raunveruleika en það er ekki nóg. Ég fékk áskorun frá samstarfskonu minni um að tapa buxunum líka og er því bara á bláum teiknimyndaboxerum innanundir. Sígarettupásan úti í morgun var ansi nöpur. Þetta er samt lúmskt gaman og ég kvíði fyrir fundinum sem er alveg að bresta á.

Annað í fréttum er að ég hef sett mér markmið um breyttan lífsstíl. Síðasta sígarettan nálgast og varadekkið verður fjarlægt. Ég og

 

 Óli Jóns vinur minn fórum í Heiðmörkina og gengum í rétt rúman klukkutíma á mánudaginn og munum temja okkur að komast helst alla daga í a.m.k. klukkutíma göngu. Bráðlega bætist við líkamsræktin við þetta. Við erum með markmið um að ganga á Hornstrandir og jafnvel Laugaveginn eða Fimmvörðuháls í Júní. Þe

Bið að heilsa í bili !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha snillingur :)

Ellen (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:38

2 identicon

Hæ hæ, þú ert bara andsk..... fínn í þessum búningi.

En nú líst mér á þig að ætla að fara að sleppa rettunni, til hamingju með það.

Kveðjur úr Grindavík.  

Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 16:08

3 identicon

hey er Prentmet ekki að spá í nýjan vinnugalla ;) .......flottur svona ;)

En ég styð þig heilshugar í að kveðja rettuna !! Eins og ég hef áður sagt...fyrst mamma gat það geta þetta allir ;)

Gangi þér vel.....Kveðja Petra Rós

Petra Rós (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband