15.2.2007 | 00:07
Svarið við gátunni um tilgang lífsins !
Ég sat og hugsaði í morgun í kaffitímanum mínum. Hver er tilgangur lífsins. Líkt og áður rann ég með sjálfum mér í heimspekilegar pælingar sem erfitt er að finna lausn á. Í þetta skiptið fann ég svarið. Tilgangur lífsins er að leggja á sig og njóta árangursins sama í hvaða formi er rætt um. Maður vinnur fyrir launum til að geta notað þau. Maður kemur vel fram við aðra til að aðrir komi vel fram við mann sjálfan. Maður æfir sig til að geta sigrað. Einfaldara gæti það ekki verið...
En eins og áður var einfaldleikinn of einfaldur og ég fór að efast mitt eigið svar. Hvað með þá sem búa í miðausturlöndum og afríku. Hvað með þá sem eiga ekki bót fyrir boruna á sér en vinna mikið meira heldur en við öll í verri aðstæðum og fyrir langtum minni laun til þess eins að geta rétt séð fyrir sér og sínum. Ekki getur það verið að sá hinn sami sitji og segi að tilgangur lífsins sé að leggja á sig og njóta árangursins því sama hversu mikið sá hinn sami leggur á sig að þá er það alltaf rétt nóg fyrir að dansa á línunni og þá telst hann heppinn. Hann veit samt alveg að á sama tíma og hans börn svelta sitja önnur börn annarstaðar í heiminum vælandi í sófanum af því þau fá ekki sér sjónvarp inní herbergið sitt af því það er nýbúið að fjárfesta í 3ja sæta Lazyboy sófa fyrir framan 50" plasmasjónvarpið. Ég vil nú ekki hljóma eins og snillingurinn hann Andri Snær í draumalandinu en þetta er bara satt. Hvernig getur sá hinn sami séð þennan tilgang og hvernig getur þetta þá verið tilgangur lífsins.
Heilinn minn var við það að krota hörð skilaboð á verkfallsspjöld og leggja niður vinnu þegar ég náði þessum tímapunkti en samt sætti hann sig við að sum dæmi í þessari jöfnu sem ég hafði lagt upp voru óleyst.
ÉG FANN SVARIÐ !!! Líkt og eldingu væri lostið í hausinn á mér varð allt svo einfallt og skýrt aftur. Þetta er tilgangur lífsins míns. Til hvers að pæla í tilgangi lífs annara þar sem þeir eru að lifa allt öðru lífi heldur en ég með allt aðrar áherslur. Nágranni minn gæti séð stóran tilgang í að kaupa jeppa á meðan ég vil ferðast til útlanda. Svo lengi sem maður getur borið kærleika til náungans er óþarfi að bera sig saman við hann. Minn tilgangur í mínu lífi er að leggja á mig og njóta árangursins. Einfaldara gæti það ekki verið og ég kann vel við það !
Athugasemdir
Hæ hæ, flottar pælingar.
Líkar vel við svona
Bestu kveðjur og sjáumst.
Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 07:26
Skemmtilegar pælingar Helgi. Póstmódernísk hugsun. Svo er það spurning hvort það er verið að tala um Hugsmíðahyggju í þessu hjá þér eða hvort þú sért meiri afstæðishyggjumaður.
Pæling.
Ólafur Kári Júlíusson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.