Botnið versið !!!

Þegar báran stendur stök
og hafið togar til baka
Hverfa burtu heimsins rök
og úr verður fróðleg staka

Borinn er á herðum tveim
allur heimsins þungi
Ég hefði viljað segja þeim
að ég er ennþá ungi

Ég læri hratt og læri vel
herði lífsins róður
Keppi áfram uns ég tel
að ég sé orðinn góður

Bíðið vinir það skýrist senn
þið munuð allir brosa
Unginn litli mun toppa menn
þegar snjóinn tekur að losa

 HÞG 7.feb.07

Nú þegar lífið gerir meiri kröfur til mín en nokkurtíman áður leggjast áhyggjur og kvíði ofaná. Ég lýsi þessum tilfinningum stríð á hendur og keppi áfram sterkari en nokkru sinni fyrr... Ég mun sigra !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, sá er orðinn háfleygur, en ég get verið sammála þér að mörgu leyti.

Og ekki bara það, samdir þú þessar vísur sjálfur?

Ef svo er þá hefur þú fleiri hæfileika en ég vissi um.

Hafðu það gott og kveðjur úr Grindavík

Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 12:50

2 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Takk fyrir það Björg.... Ég hef nú samið ljóð og vísur frá ungaaldri og hef m.a. unnið einu tvær ljóðakeppnirnar sem ég hef keppt í.

Markmiðið er að gefa út ljóðabók fyrir næstu jól og verður hún klárlega prentuð í Prentmet

Helgi Þór Guðmundsson, 8.2.2007 kl. 16:09

3 identicon

Prófaðu að selja mér bókina þegar hún er komin út :-)

Kveðja 

Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband