26.1.2007 | 01:18
ÉG ER ALVEG BRJÁLAÐUR NÚNA !!!
Gabríel erkiengill og Djöfullinn sjálfur voru að tala saman um handboltaleik sem átti að halda milli himnaríkis og helvítis. Gabríel, nokkuð vongóður um öruggan sigur, sagðist ekki hafa áhyggjur af þessum bardaga og varaði Djöfulinn við komandi átökum. "Við eigum öruggan sigur Satan þar sem að í himnaríki eru allir bestu leikmennirnir svo við byggjum upp bestu fáanlegu vörn og sókn sem hægt væri að hugsa sér" sagði Gabríel. "Þú ert sigurviss til einskis Gabbi minn" sagði Satan. "Okkur er alveg sama hvaða leikmenn þið eigið" sagði hann og hló. "Vissiru ekki að allir dómararnir eru í helvíti !!!"
Þessi brandari er það sem mér flaug í hug þegar ég horfði á þann dómararaskandal sem leikur Íslands gegn Pólverjum var í HM keppninni í kvöld. Þetta var svakalegt að horfa uppá. Okkar menn eru reknir útaf í 2 mínútur fyrir að hnerra á Pólverjana á meðan þeir komast upp með að slasa þrjá af okkar leikmönnum. Ég veit ekki hvort ég hafi verið að ímynda mér en ég sá einn leikmann nefbrotinn, Logi fékk öflugt högg á öxlina og Guðjón Valur fékk spark í lærið og ruðning dæmdan á sig í þokkabót. Ef ég hefði fengið að sjá a.m.k. einn slasaðann Pólverja hefði ég orðið rólegri.
Nei maður má ekki segja svona ! Þeir spiluðu harðann bolta en þeir eru ágætir greyin þessir Pólverjar. En dómararnir eru horslummur og tittlitgaskítur sem lyktar eins og flórinn í fjósinu hjá Belju með salmonellusýkingu. Þeir mega hlaupa á vegg og detta af kletti fyrir mér. Hvar er réttlætið. Fyrir 1000 árum síðan hefði Íslenskur víkingur aldrei látið koma svona fram við sig. Hann væri búinn að höggva þá og svívirða á meðan hann stæli konunum þeirra og ræna þorpið.
Nú er reiðin búin og þetta mun ábyggilega virka fínt sem lesefni fyrir sálfræðinema háskólans um einkenni 23 ára karlveru með snert af æsingi eftir ósanngjarnan íþróttaviðburð sem snýst um karllæga snertingu og harkaleg faðmlög.
En strákarnir okkar stóðu sig í stykkinu. Þeir unnu þennan leik og því miður voru dómararnir ekki sammála og skv. reglum alþjóða handknattleiks félagssamtakahópaeitthvað er það víst lykilatriði að þeir gefi blessun sína. En þeir halda bara áfram og taka Slóveníu og Þýskaland um helgina.
Ég spái því að Íslendingar vinni þessa leiki þar sem Slóvenía eru bara ofvaxin börn í brennó og þjóðverjar eru að sjálfsögðu ekki nógu góðir í handbolta (þessvegna flytja þeir inn Íslendingar í magni). Hrokinn alveg að drepa mig þar sem augnlokin taka að síga.
Ég held nú inn í draumalandið brosandi þar sem ég veit að mín bíða draumar um örlög dómaranna nema í þetta sinn verð ég í dómarasætinu. GÓÐA nótt ;)
PS: Áfram Ísland.... látum Alfreð bara hræða þá !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.