23.1.2007 | 14:09
Við erum stolt af strákunum
Það var feiknarlega skemmtilegt að fylgjast með drengjunum okkar í Þýskalandi í gær. Þeir stóðu sig eins og hetjur og spiluðu skemmtilegasta handboltaleik sem ég man eftir að hafa séð. Ég sat með pabba að horfa á leikinn og ég var farinn að stoppa hann af þar sem hann nagaði neglur, sat stífur í baki og gargaði og vældi í hverri sókninni af fætur annari.
Þetta tengdi okkur pabba mjög mikið því ég sá að hann er bara mannlegur og getur ábyggilega grátið eins og við hin en sem betur fer kom ekki til þess þar sem við unnum !!!
Hitt er með myndbandið... spurning hvort að það sé ekki framleitt í Stúdíó Byrgið og að Alfreð hafi sagt við strákana "Svona verðið þið leiknir ef þið tapið leiknum"... Þetta hefur bara verið handjárna og svipufóbía sem keyrði þá áfram !!!
En að öllu gríni slepptu að þá sendi ég mínar bestu baráttukveðjur út og segi STANDIÐ YKKUR STRÁKAR ... ÉG ER STOLTUR AF YKKUR !!!
HM: Myndbandi Alfreðs og Ólafi hrósað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hæ hæ, mikið er ég sammála þér, leikurinn var alveg frábær.
Meira að segja mamma sem er að verða 85 ára var að springa úr spenningi.
Kveðjur og heyrumst, Björg.
Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 07:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.