19.1.2007 | 00:44
Er ekki nóg komið !
Ég sé að núverandi og þáverandi ríkis og borgarstjórnir ætla ekkert að aðhafast í að laga það sem mestu máli skiptir. Ég hef fengið nóg af því að hlusta á nöldurskjóður og hef ákveðið að gera eitthvað í málunum.
Kosningarloforð !
1. Afnema tekjuskatt og útlánavexti bankana ásamt hækkun á innlánsvöxtum
2. Hækka lágmarkslaun og persónuafslátt um 100% og lögleiða stóra starfslokasamninga
3. Fækka mislægum gatnamótum og lækka bensínkostnað um 50%
4. Fjarlægja Kárahnjúkavirkjun og álverin ásamt lögbanni á stóriðju
5. Tvöfalda þjóðveginn og beina umferð frá úthverfum
6. Fækka umferðarslysum og tvöfalda mannsafla í björgunar og lögreglusveitum
7. Sjá til þess að allir starfsmenn í heilbrigðiskerfinu tali íslensku og séu tilbúnir til að vinna fyrir lægri laun en aðrir íslendingar.
8. Banna reykingar innanhús allstaðar
9. Banna reykingar útivið
10. Hækka bílprófsaldur og sjálfræðisaldur
11. Lækka vexti á íbúðarlánum
12. Byggja upp geðspítala með nóg pláss fyrir alla sem styðja kosningarloforð 1-11...
Hættið að röfla og vinnið vinnuna ykkar sátt við það að hlutirnir eru eins og þeir eru. Ef það er ekki nógu gott skuluð þið gera eithvað í málunum og bjóða ykkur fram á opinberum starfsvettvangi, félagsstörfum og forvarnarstörfum í stað þess að sitja í kaffipásum og á kaffihúsum röflandi um hvað við höfum það slæmt. Það geta ábyggilega 90% íslendinga sagst eiga mat á borðum á meðan hin 10% borða í sófanum.
Ef þú hefur eitthvað út á þessa losun útrásar eftir langann vinnudag að segja getur þú lagt inn kvörtun í síma 4825992 !!!
Athugasemdir
það eru nú meiri hugmyndir sem þú færð á bloggi ekkert venjulegt þarft alltaf að vera óvenjulegur en hehe geggjað góð síða sjáumst heima í kvöld og skemmtu þér í vinnunni!
Stefanía (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.