Skamm - Má ekki !

Afskaplega þykir mér gott svona þegar maður nálgast þrítugt að ríkisstjórnin taki að sér hlutverk mömmu og pabba. Alveg er það dæmalaust eftir allt frjálslyndið í þjóðfélaginu að mér hefur barasta ekki verið bannað neitt í langan tíma.

Afskaplega þykir mér gott að ríkisstjórnin telji mig vera fífl sem get ekki tekið meðvitaðar ákvarðanir fyrir sjálfan mig. Gott að banna frekar allt sem ég gæti mögulega gert ósæmilegt.

Nú á að banna nektarstaðina, saklausum pervertum og steggjarpartýum til mikillar mæði. Og skv. nýjustu fréttum mega undir 18 ára ekki fara lengur í ljós. Ljósanotkun ungmenna var skv. vísindamönnum ekki góð fyrir þá og því réttmætt að banna ljósabekkina. Ég mæli með að þið bætið við banni á:

  • Tölvuleiki
  • Ofbeldisfullt sjónvarpsefni
  • Sjónvarpsefni með nekt
  • Internetið
  • Einelti
  • Slagsmál
  • Hraðskreiða bíla
  • Hættulegar íþróttir
  • og margt fleira

Eftir að ríkisstjórnin bannar allt erum við öll rosalega þæg og góð og sitjum saman á viðeyjarstofu að lesa Halldór Laxnes og kyrja vísur á meðan amma hellir uppá kakó og frænka saumar út.

----------------------------------------

Ef ég umorða álit mitt á boðum og bönnum ríkisstjórnarinnar og sleppi allri kaldhæðni hljómar þetta einhvernvegin svona:

VANHÆF RÍKISSTJÓRN  - Kjósum uppá nýtt !


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar er margt af því sem þú nefndir bannað, t.d. er einelti ólöglegt sbr. 232. grein almennra hegningalaga 19/1940.

Hjalti (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:07

2 identicon

Þessir foræðishyggjufroskar vilja banna allt.Nú vill Ömmi ömurlegi og fleiri hans líkar banna að auglýsa allt sem minnir á áfengi.andlega vanæfir og leiðinlegir einstaklingar þar á ferð

sigubjörn (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 15:15

3 Smámynd: Kristvin Guðmundsson

Um leið og þeir banna (venjulegt) kynlíf þá er ég FARINN af landinu.....

Kristvin Guðmundsson, 23.3.2010 kl. 15:37

4 identicon

Passa sig; skoðanir eru líka bannaðar.

Geirþrúður Akkilesarhæll (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 16:01

5 identicon

Bann við nektarstöðum en nú ekki beint til þess gert að koma í veg fyrir að þú komir þér í voða við að horfa á einhverjar naktar píkur.

Það er gert til að þessar nöktu píkur séu ekki gerðar að vöru sem gengur kaupum og sölum. Kemur þér sem áhorfandanum (eða kaupandanum) bara ekki rassgat við.

Bjarni (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 16:03

6 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Hehe.... kemur ekki "rassgat" við....

Garðar Valur Hallfreðsson, 23.3.2010 kl. 16:25

7 identicon

auðvitað á að banna fólki undir 18 ára allt sem er hættulegt og gæti valdið krabbameini eða öðrum kvillum síðar á lífsleiðinni svo sem; rautt kjöt, unnar kjötvörur(þjóðarréttinn ss-pylsur t.d.), herta fitu, dýrafitu, íþróttir sem fara illa með hnén, hvítan sykur, hvítt hveiti, ofl. en ég held að stjórnarliðar séu örugglega hugmyndarríkari en ég.

ari (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 18:20

8 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Þessir blessaðir þingmenn eru víst að koma inn með allskonar frumvörp og bönn sem ekki tókst að koma í gegn áður. Hví ... jú því með hverju svona frumvarpi verður ríkið meira að mömmu manns. Andsnúið frjálshyggjunni. Grundvallarhugmyndir frumvarpsins eru svo sem fínar en útfærslurnar stórfurðulegar. Áfengisfrumvarpið er næst og jú það verður að öllum líkindum samþykkt líka. Með því er að mínu mati að vera eyðileggja alla innlenda vín framleiðslu með því að neita þeim að auglýsa sig og sýnar vörur, nema kannski á vinbúðin.is. En já ... svona er víst Vinstri Ísland.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 23.3.2010 kl. 21:48

9 identicon

burt með þessa fokking forræðishyggju fávita.

Hreina hægri stjórn strax, áður en þau banna eitthvað meira og drepa niður mannsandann á met tíma.

Gunnar Svanberg Jónsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband