Stríðsrekstur í 8 ár.

Forseti Bandaríkjanna er að öllum líkindum eitt af stærstu ádeiluefnum Vestræns þjóðfélags. Ég man þá tíð þegar Bandaríkin voru rólegri og stærsta vandamálið var forsetabletturinn í fötunum hennar Monicu Lewinsky. Þá voru Demokratar við stjórnina. Í dag er Bush æðstistrumpur og hann hefur ekki verið í rónni nema að hann sé að miða byssu á araba. Nú eru háværar raddir þegar hann heldur áfram því sem hann byrjaði en fólk virðist gleyma að ekki kvörtuðu margir þegar Al Qaeda lýsti yfir ábyrgð á 9-11 áraásunum á WTC. Ekki kvörtuðu margir þegar Saddam Hussain bannaði kjarnorkuvopnaleit í landinu sínu og leyfði ekki fyrr en sameinuðu þjóðirnar voru komnar með mikla pressu á hann.

Það sýnir sig bara í fréttum hvað fólk á þessum svæðum er óútreiknanlegt og hvað það berst fram í fingurgóma. Ég man vel eftir bíómyndum og sögum þar sem eitthvað var til sem hét yfirlýsing um stríð. Þá var ekki ráðist fyrst á þúsundir óbreyttra borgara og síðan hlaupið í felur í hellum. Brandarar eru sagðir hingað og þangað um heiminn um Ósóma Bin Laden og hvernig hann gangi um í handklæðum með geitur sem vini... Hlæið bara... öflugasti her ríkustu þjóðar í heimi ásamt leyniþjónustum margra landa hafa leitað hans í 6 ár án þess að finna hann. Hann og hellisbúavinir hans sitja ábyggilega með einn ískaldan og hlæja að vitleysunni.

Ég vona að málin verði leyst þannig að á komist friður. En ég stend við þau orð mín fyrir 6 árum síðan að ég styð stjórn BNA til að leysa þetta mál og ef það kostar stríð að þá kostar það stríð. Ég vona bara innilega að sjónarmið þessara manna hafi ekki verið smituð af græðgi og pólitík eins og svo margar ásakanir hafa hljóðað um.


mbl.is Nýjar áherslur Bush vekja litla hrifningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástæðan fyrir því að ekki var lýst yfir stríði er að þá hefði þurft að fara eftir genfarsáttmálanum, en þá hefi líka gunatanamo aldrei orðið til og fleira misjafnt sem hefur átt sér stað í þessum átökum.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 11:09

2 identicon

Jæja já, mér þykir að menn séu háfleygir á nýju ári.

En alltaf gaman að lesa bloggin þín.

Kveðja, Björg

Stefanía Björg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband