Færsluflokkur: Ekkifréttir

Vinstri-grænir handtóku yfir 30 háttsetta Sjálfstæðismenn

thorgerdur_vigvollurVinstri grænir handtóku yfir 30 háttsetta Sjálfstæðismenn, þar á meðal Þorgerði Katrínu, menntamálaráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, í aðgerðum á Austurvelli í nótt. Tveir aðrir þingmenn og þrír borgarstjórar eru meðal hinna handteknu. Vinstri grænir segja að aðgerðirnar og handtökurnar hafi verið vegna þess að embættismennirnir studdu byggingu virkjunar á Kárahnjúkum.

Íslenska ríkisútvarpið RÚV hefur eftir eiginmanni Þorgerðar Katrínar, að hermenn hafi barið að dyrum í nótt og farið á brott með konu hans. Þeir hafi sagt henni að þeir væru að hlýða skipunum. Þeir lögðu einnig hald á tölvu ráðherrans.

Þorgerður Katrín, sem var menntamálaráðherra í fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, var einnig handtekinn í ágúst á síðasta ári en látinn laus mánuði síðar.

 

Af hverju eru aldrei svona fréttir á Íslandi ???   Það er bara röflað í fjölmiðlum hérna !!!


mbl.is Ísraelsmenn handtóku yfir 30 háttsetta Hamas-liða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigendur páfakauka athugið !!!

Verið er að rannsaka hvort fuglar, sem fundust dauðir í norðurhluta Wales, hafi drepist af völdum fuglaflensu.

Eigendur páfagauka eru vinsamlegast beðnir um að halda fuglunum sínum innandyra til að forðast faraldur. Ferðamálaráð Íslands hefur skorað á landsmenn að taka fuglana sína ekki með í fríið þar sem fuglaflensa virðist útbreydd víðsvegar um heiminn.

Verið er að rannsaka hvort fuglarnir sem fundust í Wales hafi látist úr fuglaflensu eða hvort þeir hafi bara horft á enn einn breska gamanþáttinn á BBC og drepist úr leiðindum.


mbl.is Óttast að fuglaflensa hafi brotist út í Wales
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnuslúður um Pitt & Jolie ásamt snert af Paris Hilton !

Ef ég fengi eina spurningu til að spyrja Brad Pitt þá yrði hún bókað "AF HVERJU HÆTTIRU MEÐ JENNIFER ANNISTON". Það er bara eitt löglegt svar við þessari spurningu "JOLIE ER MEÐ SVO FLOTTAR VARIR". Önnur svör eru dæmd ómerk og dauð.

Ef ég fengi eina spurningu til að spyrja Angelinu Jolie þá yrði hún bókað "HVER KENNDI ÞÉR AÐ VELJA KARLMENN... FYRST BILLY BOB THORNTON OG SVO HINN ÚTBRUNNI BRAD PITT". Það er bara eitt löglegt svar við þessari spurningu "ÞETTA ER RÉTT HJÁ ÞÉR, REDDAÐU MÉR ÍSLENSKUM KARLMANNI"

Í öðrum fréttum ber að nefna nýjasta Íslandsvinin hana Paris Hilton. Nú hafa Íslensk stjórnvöld freistað gæfunnar með því að bjóða Paris Hilton íslenskan ríkisborgararétt gegn því að flýja til Íslands. Með þessu getur hún flúið Bandarísk stjórnvöld og þ.a.l. bandarísk fangelsi. Ástæðan er markmið stjórnvalda til að gera Ísland sýnilegra á alþjóðagrundvelli, svara Bandaríkjamönnum dissinu með að skilja okkur eina eftir með heygafla og Bobby Fischer er orðinn einmanna á að vera eini Bandaríski flóttamaðurinn hér á landi.


mbl.is Mikill áhugi á Pitt og Jolie í Cannes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feministar mótmæla !!!

Nýjar rannsóknir breska vísindamannsins Timothy Taylor benda til þess að Steinaldarmenn hafi lifað fjörugu kynlífi. Fólk á þessum tíma hafi stundað hópkynlíf, haldið kynlífsþræla og notað kynlífsleikföng. Þessu mótmæla Feministar allharkalega og segja það vera hreina og beina móðgun að segja mannkynið hafa komið af pervertum og villimönnum. Þær segjast vera komnar af Steinaldarkonunni sem var hugguleg og sjálfstæð í alla staði og neitaði að taka þáttí klám og kynlífsiðnaði.

Niðurstöður úr nýrri fornleifarannsókn benda til þess að Steinaldarmenn hafi ætlað sér að halda kynlífsráðstefnu í hellinum Hótel Fornsaga en steinaldarkonan píndi steinaldarbændur til að úthýsa steinaldarmönnum og steinaldardruslum. Þessi steinaldarkona gat af sér óheilbrigt afkvæmi sem reyndist afbrigði í þróunnarsögunni eða svokallað Homo Feministas. Þetta afbrigði finnst í flestum þjóðfélögum en er afar lítill og hávær minnihlutahópur í þeim flestum.

Gautur Gautsson talsmaður kynlífsleikfangabúðarinnar Á milli fóta segir margar nýjar hugmyndir hafa kviknað og að mikil eftirspurn sé eftir nýju steinaldarleikföngunum sem hann hefur hafið framleiðslu á. "Ég hefði aldrei trúað því að steinar gætu komið í stað plastsins" segir Gautur hinn kátasti. "Leikföngin okkar fást í þremur stærðum smásteinn, holtagrjót og stuðlaberg. Karlpeningurinn býður einnig þrælspenntur eftir nýju tegundinni Holursteinn en það mun taka nokkur ár að framleiða þá línu hjá okkur því eins og menn vita er dropinn ekki snöggur að hola steininn."

Siv Friðleifsdóttir segir Framsóknarflokkinn vera á móti kynlífi og klámi en hinsvegar styðja valfrelsi einstaklingsins og óskar hún því eftir atkvæðum.

Uppfærtt:
Máli mínu til stuðnings um feminista vil ég benda á eftirtaldar bloggsíður !!!

http://hugsadu.blog.is/blog/hugsadu/entry/193355/
http://ingibjorgstefans.blog.is/blog/ingibjorgstefans/entry/193310/

Góða skemmtun en ekki taka þessu of alvarlega !!!


mbl.is Steinaldarmenn lifðu fjörugu kynlífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr Íslandsvinur !!!

Jæja þá... Það er þó kominn tími til að við eignumst nýjan Íslandsvin... Síðan við fórum að veiða hvali erum við búin að eignast alltoft marga Íslandsóvini !!!

Af hverju er það orð ekki notað í fjölmiðlum !!!

"Íslandsóvinurinn Robbie Williams var ósáttur við Íslenskt land, þjóð og menningu. Þeir sem trufla hann á sviðinu mega brenna í heitasta Take That helvíti þar sem allir skrattar eru samkynhneigaðri en andskotinn."


mbl.is Nancy Pelosi íhugar Íslandsheimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur maðurinn aldrei bara sagt það sem honum finnst ???

Það er alveg ótrúlegt hvað hann Karl Sigurbjörnsson virðulegur biskup Íslands getur verið góður í að nota samlíkingar. En þegar allt sem þú segir kemur í samlíkingum að þá hugsa ég mig tvisvar um !!!

Kvaðst hann þó telja það sem sumir kalla hik og fálm fremur til marks um varfærni og ábyrgðarkennd. „Vilji menn róa saman þá varðar miklu að vita hvert skal stefna og að vera búinn staðsetningartækjum, kompás og kortum til að finna réttu leiðina," sagði hann. „Ef margir róa saman er mikilvægt að þeir séu sammála um markmiðið og hvort treysta megi sjókortunum og áttavitanum.

Karl sagði í erindi sínu, að kirkjan þurfi að þola skoðanaskipti og andstæð sjónarmið. „Hún þarf að þola meiri margbreytni starfshátta og þarf að forðast að steypa allt í sama mót. Kirkjan er ekki golfvöllur þar sem aðeins er rými fyrir eina grastegund sem klippt er í sömu hæð. Nei, hún er frekar eins og íslenskur úthagi, lyngmói, þar sem fjölbreytt líf þrífst og saman vaxa snarrótarpuntur og holtasóley.”

Hvernig er þessi maður þegar hann kemur heim úr vinnu á daginn ?

KARL: Sæl elskan mín. Ég vann í dag verkefni sem tók á orku minni eins og dráttarbeisli asnans sem þjarkað var á ökrum mesópótamíu í þá daga er kristur fæddist. Hvert bréf var sem sárindi undan leðurbeislunum er hertu saman húð mína í átökum fram eftir degi. Hvert símtal var sem svipuhögg máttugs bónda með það markmið að plægja akurinn frekar en að hlífa mér. En verklokin voru fögur sem sólsetur við nýplægðan akur sáðan með fræjum sem gefa af sér líf og von.

FRÚIN: Hvað ertu að tala um Kalli minn ??? Hvað varstu að gera ???

KARL: Ég skrifaði fréttatilkynningu á mbl.is !!!


mbl.is Biskup segir skiljanlegt að verklag kirkjunnar þyki varfærið og fálmkennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband