Mánudagur, 21. maí 2007
Silungatjörn - 12 maí - 11 fiskar
Veiðistaður: Silungatjörn
Dagsetning: 12.-13. maí
Veiðimenn: Helgi Þór, Stefanía Björg, Óli Jóns og Róbert Örn.
Ferðalangar: Halla og Embla Nótt.
Afli: 11 fiskar
Fyrsta veiðiferð sumarsins var þegar við vinirnir skruppum í Silungatjörn rétt fyrir utan Reykjavík. Róbert vinur minn á sumarbústað við vatnið og við renndum fyrir fisk þar. Þetta var laugardagskvöldið 12. maí og við gistum í sumarbústaðinum hans Róberts. Þetta var merkilegt kvöld þar sem bæði voru Alþingiskosningar og Eurovision. (Þessar Alþingiskosningar leiddu til fyrsta stjórnarsamstarfs Sjálfstæðismanna og Samfylkingar). Við komum seint og grilluðum. Byrjuðum ekki að veiða fyrr en kl. 22.30. Róbert reyndi maðkinn á flotholti á meðan ég og Óli settum makrílinn á með sökku. Makríllinn reyndist vera aðalmálið og fiskurinn beit á agnið eftir innanvið mínútu. Stefanía halaði inn þennan fyrsta fisk sumarsins. Ég tók svo einn þar á eftir. Báðir reyndust pundarar. Stefanía tók inn þriðja fiskinn sem var tvö pund. Þar á eftir tók Óli tvo fiska pund og tveggja pundara og ég tók þann sjötta sem var pundari. Þetta gekk á fram til miðnættis. Seinna um nóttina kl. 1.00 tók Óli einn pundara í viðbót. Skemmtilegur endir á góðu kvöldi og við héldum uppí hús til að sötra öl.
Daginn eftir var haldið út að vatni eftir að húsið hafði verið þrifið og skilið eftir í góðu ástandi. Þá var makríllinn aftur málið og Stefanía tók sinn þriðja fisk í ferðinni. Skömmu seinna tók Róbert tvo fiska og Óli einn í viðbót. Glæsileg ferð og afli uppá 11 fiska.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.