Að bera ábyrgð !!!

Er ég lá í rúmi á kosninganótt og fylgdist með tölum hoppa og skoppa á meðan ríkisstjórnin hélt og féll til skiptis fór ég að velta fyrir mér hugtakinu ábyrgð. Ég kaus sjálfstæðisflokkinn eins og ég hef gert áður því ég tel þá bera góða ábyrgð á fjármunum og hagsmunum þjóðarinnar sem heild. En ég hugsaði lengra og hugurinn reikaði suðvestur yfir Atlantshafið í borgina Washington þar sem Bandaríkjaforseti George W. Bush situr við stjórnina. Þar hefur stríðsrekstur verið ansi áberandi í hans stjórnartíð. Hann ber að hluta til ábyrgðina að stilla til friðar í heiminum þar sem Bandaríkjamenn hafa stimplað sig inn sem stóri bróðir sem skiptir sér að öllum alþjóðamálum með róttækum aðgerðum. Bandaríkjaforsetar hafa hinsvegar haft mismunandi stjórnunaraðferðir og má þá helst nefna kollega hans John F. Kennedy sem lagði mest uppúr friði (og einstöku gestkomandi kvennmanni í Hvíta húsinu) og náði sáttum í Kalda stríðinu og forðaði þannig heiminum frá kjarnorkustyrjöld. Frá George W. Bush flaug hugurinn aftur Austur yfir Atlantshafið, inn fyrir botna Miðjarðarhafs og alla leið til Íran og N-Kóreu. Þar sitja menn við stjórnina sem styðja auðgun úrans og þeir bera ábyrgðina á að misnota ekki þann kraft með því að búa til kjarnorkuvopn en einnig bera þeirra eftirmenn ábyrgðina á að misnota ekki nýfengið vald. Skv. tölulegum upplýsingum sem ég las á internetinu er til nóg af kjarnorkuvopnum til að sprengja jörðina 14 sinnum í loft upp. Ef það er satt og rétt að þá hvílir ansi mikil ábyrgð á fáum þjóðarleiðtogum. Hvernig geta svo mörg líf hvílt á herðum svo fárra manna. Hvernig er það líf að hafa sem atvinnu ábyrgð lífs heimsbyggðarinnar á herðunum. Hvernig er það að bera ábyrgð á lífi ? 

Hugurinn reikaði aftur heim til Íslands þar sem ég skoðaði mitt nánasta umhverfi. Með nýrri sýn á lífið sá ég hvað ábyrgð er stórt og víðtækt hugtak sem teygir sig víða. Að bera ábyrgð á lífi nær til svo margra. Flugmaðurinn sem skutlar mér í sumarfríið tekur ábyrgð á nokkur hundruð manns í hvert skipti sem hann flýgur í loftið og sinnir þannig starfinu sínu. Hann veit að mistök geta kostað alla farþegana lífið en þetta er hans vinna og lifibrauð. Rútubílstjórinn sem keyrir um landið ber ábyrgð á lífi hvers og eins farþega sem í rútuna stígur. Hann getur vandað sig mikið við að gerast ábyrgur og traustur bílstjóri en hann getur aldrei fyrirséð alla hina í umferðinni, hann getur bara gert sitt besta. Svo erum það við sjálf. Í hvert skipti sem ég ræsi bílinn með farþega hef ég sjálfkrafa tekið ábyrgð á lífi farþegans. Furðulegt hvernig einn bíltúr getur haft sterkann tilgang og mikið mikilvægi. 

Næst þegar ég brýt vasa ætla ég að viðurkenna mistökin mín fúslega og taka ábyrgð á mínum gjörðum því þegar litið er á björtu hliðarnar að þá tapaði ég a.m.k. ekki mannkyninu !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband