Sprenghlægileg og eggjandi sýning !!!

gripaibrjost

Af og til sest mitt menningarbústna rassgat niður á leikhúsbekk með þá kröfu að skemmta mér betur en síðast. Ekki get ég nú sagt að ég sé alltaf sáttur með framgang og árangur íslenskra leikara og leiklistarhópa en í þetta skiptið var mér fullnægt.

Nemendafélag Mennaskólans í Kópavogi var að setja á stokk leiksýninguna Með fullri reisn sem er íslensk útgáfa bresku bíómyndarinnar The full monty. Sætar stelpur og nettir gaurar sýna dirfsku í leikriti sem fjallar um stripp. Og án þess að eyða mörgum orðum í það að þá er ekki stigið á bremsuna í þessu verki. Sagan er frábær og margir brandarar voru með þeim betri sem ég hef heyrt í langan tíma.

Sýningartímar eru kl. 20.00 þann 21. 22. & 24. apríl í Tjarnarbíói.

Þetta er frábær sýning í alla staði og ég gef henni 8.5 af 10 mögulegum.

Ég skora á alla að láta sjá sig !!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta svona góð sýning að færslan kom tvisvar inn?

Keli (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband