Lögregluríki !!!

Auðvitað færist hiti í menn þegar víkingasveitin mætir á svæðið til að sporna gegn mótmælum. Mótmæli trukkabílstjóra hafa ekki verið neitt annað en friðsamleg allan tímann þótt að sannarlega hafi þau verið óþægileg í umferðinni en stundum þurfa menn að gera eitthvað róttækt til að koma skilaboðum á framfæri.

Hvar eru stjórnmálamenn og þeirra umræða í fjölmiðlum um þessi mál? Oftar en ekki sér maður æðstu menn í löndum koma beint í fjölmiðla með umræður um lausnir þegar mótmæli breyðast út því við sem mótmælum erum jú einu sinni vinnuveitendur stjórnmálamannana.

Mitt álit er að lögreglan hafi í undirgefni sinni við valdstjórnina gefið eftir og leikið af sér með þessum aðgerðum. Lögreglan spreyjar piparúða yfir fjöldann í beinni útsendingu í fjölmiðlum og er það væntanlega gert að hluta til sem hræðsluáróður fyrir framtíðarmótmæli. Það þykir táknrænt að spreyja piparúða á fólk og þá segi ég á móti táknrænt fyrir baráttuna að greyið löggimann hafi fengið grjótið í höfuðið. Því miður löggimann en sumir þurfa að blæða fyrir málstaðinn !!!


mbl.is Lögreglumaður á slysadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lögregluríki? Er það lögregluríki þegar menn sem eru búnir að brjóta lög aftur og aftur eru loksins stöðvaðir við það?

Værirðu sáttur ef allir sem væru óánægðir með eitthvað stöðvuðu umferð?

Ég segi fyrir mína parta að það var tími til kominn að stoppa þennan fábjánaskap hjá þessum bílstjórum. Þessi Sturla ætti að skammast sín eftir að hafa látið sjá sig með þennan "arabaklút" um höfuðið fyrir utan Bessastaði í gær.

Magnús (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Já ég væri sáttur ef öll umferð væri stoppuð... ég meira að segja skora á trukkabílstjóra að hafa sameinaðar aðgerðir í að stoppa alla umferð inn og útúr Reykjavík... leggja bílunum og drulla sér í burtu og skilja þá eftir... blokka líka flugvöllinn og bsí... stoppa allar samgöngur !

Helgi Þór Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 13:56

3 identicon

fólk ætti kannski bara að fara grýta ykkur í staðinn....

Brynjar (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:04

4 identicon

Menn verða samt aðeins að hugsa.... sérsveitin mætti í gær til að loka veginum og taka myndir af vörubílstjórunum... og auðvitað mættu þeir líka til að gæta forseta palestínu... á rauðavatni er sérsveitin ekki mætt heldur einfaldlega lögreglumenn í óeirðarbúningum... þetta kom framí einni fréttinni...

Tryggvi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:31

5 identicon

Vel orðað Helgi!

Sigrún Edda (líffræðinemi) (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:55

6 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Takk fyrir það Sigrún... Fyrir mér er þetta ósköp einfalt... Ef það er ekki séns að takast á við hátt bensínverð og hvíldartíma bílstjóranna af hverju fáum við þá ekki sterk svör frá stjórnmálamönnum í opnum fjölmiðlum sem við sem almenningur getum vegið og metið. Við verðum fyrir óþægindum af völdum bílstjóra og annað hvort styðjum það eða ekki, við höfum fengið að heyra þeirra sjónarmið en við fáum engin viðbrögð sem mark er á takandi frá stjórnmálamönnum landsins. Ef þetta heldur svona áfram og lögreglan kemst upp með þetta breytumst við í Burokratískt kommúnistaveldi og það er ekki góð þróun. Ég kann vel við að búa í landi þar sem ég má hafa skoðun og ég má koma henni á framfæri og ég má standa á mínum rétti. Það er það sem bílstjórarnir eru að gera og það er það sem ég virði þá fyrir. Þeir berjast fyrir sínum rétti fyrst og fremst en við munum öll græða á því á endanum ef við fáum réttu viðbrögðin frá yfirvöldum. Ef við fáum ekki réttu viðbrögðin mun ég virkilega endurskoða stuðning minn við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu í næstu kosningum og ég mun skora á aðra með öllum aðferðum að gera slíkt hið sama. Ég mun ekki gleyma þessu því ég hef nú þegar sett þetta í reminder á dagatalið mitt fyrir árið 2011 !!!

Helgi Þór Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband