Afsakið hlé !!! Langt síðan ég bloggaði !!!

Ég er farinn að minna sjálfan mig á RÚV hér á árum áður þegar "Afsakið hlé" skjámyndin var ekki óalgeng. Það hefur ekki heyrst í mér í alltof langan tíma. Ég velti fyrir mér ástæðum þess og ég held að ástæðan sé einföld. Ég er ennþá að jafna mig á fréttum þess efnis að Sjálfstæðisflokkurinn geti mögulega hafið ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni. En í dag fékk ég hugljómun sem snart mig á máta sem ég hef ekki verið snertur áður... BREYTINGAR ERU KANSKI EKKI SLÆMAR !!!

Líkt og sagt hefur verið í fréttum hefur Framsóknarflokkurinn dalað töluvert á síðasta kjörtímabili og ekki hjálpaði til innanbúðar rígur hjá þeim félögum. Meira að segja Dóri brosmildi sagði af sér embætti Forsætisráðherra þar sem hann tók ábyrgð á fylgistapi Framsóknar í Sveitastjórnarkosningunum fyrir ári síðan. Kanski að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið í stjórnanda hlutverki með Framsókn og aðeins einum manni í meirihluta þar sem Framsókn er á hálum ís. Einnig tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn geti að mörgu leyti bætt margar hugmyndir Samfylkingarinnar með íhaldssamri hugsun ásamt því að Samfylkingin geti létt á aðhaldi Sjálfstæðismanna og snúið þeirra ágætu vegferð til farnaðar yfir á meira "People oriented" braut.

Ég fagna þessu nýja samstarfi og vonast innilega til að þetta samstarf náist sem fyrst svo það geti blómstrað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband